« Vefrit Karmels koma út í kiljumBrúður Heilags Anda – eftir hl. Lous Grignion de Montfort »

28.05.07

  06:42:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 317 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Hægrimenn sigra í spænsku sveitastjórnarkosningunum

Rétt eins og komið hefur fram hér á Kirkjunetinu var barist um „sál Frakklands“ í forsetakosningunum sem lauk með sigri Sarkozys. Í almennum fréttaskýringum kemur ekki fram að hér hefur verið tekist á um grundvallarafstöðuna til ýmissa baráttumála lífsverndarsinna, líkt og til „giftingar“ samkynhneigðra og fjölskyldugilda og vernd fjölskyldunnar. Í Frakklandi lauk þessum átökum með sigri hægrimanna og þar með kristinna lífsgilda.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum af hversu miklu offorsi spænskir sósíalistar hafa fótumtroðið öll lífsverndarsjónarmið síðan þeir komust óvænt til valda árið 2004. Spænsku sveitarstjórnarkosningarnar hafa verið prófsteinn á stefnu Jose Luis Rodriguez Zapatero, en þingkosninagar fara fram á Spáni á næsta ári (2008).

Í kosningunum á sunnudag urðu úrslitin þau að Lýðflokkurinn (flokkur hægri manna) fór með sigur og hlaut 36. 63% atkvæða, en Sósíalistaflokkur Zapateros 36.05%. Hægrimenn hafa þegar lýst yfir sigri og segja að úrslitin verði gott „veganesti“ fyrir þingkosningarnar á komandi ári. Þetta er lísverndarsinnum mikið gleðiefni sem eykur líkurnar á því að spænska þjóðin velti að nýju af sér oki dauðamenningar þeirrar sem Zapatero og félagar hafa innleitt af offorsi, líkt og skoðanabróðir þeirra handan landamæranna, það er að segja sósíalistinn Socrates í Portúgal. Allt bendir því til þess að almenningur í Evrópu sé að vakna upp af dróma.

Þessi þróun mála mun vissulega einnig hafa áhrif á valið til Evrópuþingsins þar sem sósíalistar hafa þrotlaust unnið að því að þrýsta dálætismálum sínum fram. Nú þegar berjast tvö fjölmenn Evrópuríki gegn stefnu þeirra – Pólland og Frakkland. Allt bendir til þess að Spánn og Stórabretland muni brátt bætast í þennan hóp.

No feedback yet