Mikill er máttur Lilju. 62. og 69. erindi:
- Hvað er tíðinda? Hjálpast lýðir.
- Hví nú? Því lét Jesús pínast.
- Hvað er tíðinda? Hraktr er fjandinn.
- Hverr vann sigrinn? Skapari manna.
- Hvað er tíðinda? Helgir leiðast.
- Hvert? Ágæt í tígnarsæti.
- Hvað er tíðinda? Himnar bjóðast.
- Hverjum? Oss, er prísum krossinn.
- Máríu son, fyr miskunn dýra
- manns náttúru og líkam sannan
- kennstu við, að mín þú minnist,
- mínn drottinn, í ríki þínu.
- Ævinliga með lyktum lófum
- lof ræðandi á kné sín bæði
- skepnan öll er skyld að falla,
- skapari minn, fyr ásjón þinni.
Hér segja útgáfur reyndar ýmist: með lyktum lófum eða með lyftum lófum.
Takið eftir, að hér er Jesús réttilega kallaður skapari manna (62,4; 69,8), sbr. Jóhannesarguðspjall, 1.3. – 'Skepnan öll': gervöll sköpunin, allt mannkyn.
Síðustu athugasemdir