« Mikil stoð og stytta kirkjustarfs kaþólskra, Torfi Ólafsson, látinn, nær hálfníræður, og honum sungin sálumessa | Við þurfum nýjan Frans van Hooff fyrir sveltandi Sýrlendinga » |
María, vertu mér í hjarta,
mildin sjálf, því að gjarnan vilda' eg,
blessuð, þér, ef mætta' eg meira,
margfaldastan lofsöng gjalda;
lofleg orð í ljóðagjörðum
listilegri móður Christi
öngum tjáir að auka lengra:
Einn er drottinn Maríu hreinni.
Rödd engilsins kvenmann kvaddi,
kvadda af engli drottinn gladdi,
gladdist mær, þá er föðurinn fæddi,
fæddan sveininn reifum klæddi,
klæddan með sér löngum leiddi,
leiddr af móður faðminn breiddi,
breiddr á krossinn gumna græddi,
græddi hann oss, er helstríð mæddi.
Þó grét hún nú sárra súta
sverði nist í bringu og herðar,
sitt einbernið, sjálfan drottin,
sá hún hanganda' á nöglum stangast,
armar svíddu af brýndum broddum,
brjóst var mætt. Með þessum hætti
særðist bæði sonur og móðir
sannheilög fyrir græðing manna.
Fyrir Maríu faðm inn dýra,
fyrir Máríu grát inn sára
lát mig þinnar lausnar njóta,
lifandi guð með föður og anda.
Ævinlega með lyktum lófum
lof ræðandi á kné sín bæði
skepnan öll er skyld að falla,
skapari minn, fyrir ásján þinni.
Síðustu athugasemdir