« Hefur lífið einhvern tilgang?MISKUNNAR RÓSAKRANSINN »

31.03.08

  21:38:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 612 orð  
Flokkur: María Guðsmóðir

Uppnumning Maríu

Uppnumning Maríu til himna er ein elsta Maríuhátíðin.

Uppruna hennar má rekja til þess tíma er Jerúsalem var endurreist sem helg borg, á tímum rómverska keisarans Konstantíns en hann lést um árið 337.

Eftir byggingu kirkju hinnar heilögu grafhvelfingar árið 336, var farið að lagfæra og endurbyggja hina helgu staði og fólkið í Jerusalem fór að halda upp á atburði úr lífi Jesú Krists og Maríu meyjar. Um tíma var hátíðin, sem kölluð var "Minning Maríu", aðeins haldin í Palestínu, en breiddist síðar
til allra kirkna í austri.

Á sjöundu öld, var farið að halda þessa hátíð með nafninu "svefn Guðsmóður". Seinna var nafninu breytt í "uppnumning
Maríu til himna."

Sú trú, að María hafi verið uppnumin til himna var ………

……… forn. Engar menjar eða helgir dómar um Maríu eru til sem hægt er að heiðra.

Allir hátíðisdagar Maríu eru til marks um hinn mikla leyndardóm lífs hennar og hlutverk hennar í frelsunarverkinu:

*Megin leyndardómur lífs hennar er hið guðdómlega móðureðli hennar, sem haldið er upp á, bæði á jólum og viku seinna, fyrsta janúar, á stórhátíð Maríu móður Guðs.

*Hinn flekklausi getnaður Maríu, áttundi desember, markar undirbúninginn að þessu móðureðli hennar, þannig að hún var full náðar frá hinu fyrsta augnabliki tilveru sinnar, algjörlega laus við synd. Öll verund hennar geislaði guðlegu lífi, allt frá fyrstu stundu, sem gerða hana færa um að takast á við hið virðingarverða hlutverk sem móðir frelsarans.

*Með uppnumningu Maríu má segja að Guði hafi fullkomnað vek sitt í henni, því það þótti ekki við hæfi, að það hold sem hafði gefið Guði mannlegan líkama, yrði eyðingu að bráð. Uppnumningin er krýning Guðs á verki sínu þar sem María lýkur sínu jarðneska lífi og gengur inn í eilífðina. Þessi hátíð, uppnumningin, beinir sjónum okkar til himins, þar sem við vonumst til að vera ásamt Maríu þegar jarðvistardögum okkar er lokið.

Hátíðisdagar kaþólsku kirkjunnar eru ekki einungis minningardagar um sögulega atburði sem eitt sinn áttu sér stað. Þeir vísa ekki bara til hins liðna. Þeir vísa líka til nútíðarinnar og framtíðarinnar.

Uppnumningin veitir okkur, sem nú lifum, innsýn í okkar eigið samband við Guð. Hvað framtíðina snertir, vísir uppnumningin til eilífðarinnar og gefur okkur von um að við fylgjum Maríu þegar æfi okkar hér á jörðu lýkur. Uppnumning Maríu minnir okkur á að hin sönnu heimkynni okkar eru á himnum.

Árið 1950 gerði Píus þáfi tólfti uppnumningin Maríu að trúarkenningu í kaþólsku kirkjunni með þessum orðum: "Hin flekklausa Móðir Guðs, María ætíð mey, var uppnumin, bæði sál og líkami, til himna, eftir líf sitt hér á jörðu."

Þannig varð forn trú að kaþólskri kenningu og því lýst yfir að uppnumningin væri opinberaður sannleikur Guðs.

Hlutverk Maríu í kirkjunni er að leiða fólk til Jesú Krists. Þannig er hún þar sem hann er. Guð í visku sinni hefur komið
því þannig fyrir að ekki einungis líkami og sál karlmanns (Jesú), heldur einnig líkami og sál konu (Maríu), hafa öðlast himneska dýrð nú þegar.

No feedback yet