« Í borg hinna dauðuTómasarguðspjall og hin guðspjöllin fjögur »

13.08.09

  09:37:55, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 382 orð  
Flokkur: Melkorka Mjöll Kristinsdóttir

Upplýst val og ættleiðing

Eftirfarandi pistill eftir Melkorku Mjöll Kristinsdóttur birtist í Mbl. sunnud. 9. ágúst og er endurbirtur hér með leyfi höfundar.

ÍSLENSK ættleiðing hjálpar tilvonandi foreldrum að finna barn sem þarf á þeim að halda. Þetta eru börn frá Kína, Indlandi og fleiri löndum. Það er sjaldgæft en kemur samt fyrir að íslenskt ungbarn er ættleitt á sama hátt og börn sem koma erlendis frá. Barnavernd sér um að koma íslensku börnunum til ættleiðingarforeldra.

Fólk sem vill verða foreldrar bíður „í röðum“ og í langan tíma í von
um að fá að ættleiða barn. Nýlega voru reglur um ættleiðingar hertar í Kína, sem gera það að verkum að fólk þarf nú að bíða enn lengur.
Konur á Íslandi sem eru ófrískar og íhuga fóstureyðingu eiga rétt,
samkvæmt íslenskum lögum, á fræðslu um þann félagslega stuðning sem er í boði fyrir þær, ákveði þær að ganga með barnið. Þetta er mjög gott og ég vona að það sé farið eftir þessum lögum.

Það sem vantar þó tilfinnanlega í löggjöfina er að konur séu fræddar um að það er mjög raunhæfur möguleiki að gefa barnið, sem þær bera undir belti, til ættleiðingar og að þær geti verið vissar um að tilvonandi foreldrar barnsins hafi gengist undir nákvæma athugun hjá barnaverndaryfirvöldum. Það er í raun óskiljanlegt að þessi kostur sé ekki kynntur fyrir konum.

Konur sem velja þann kost að láta ættleiða barnið sitt eiga skilið
virðingu og hrós en ekki hneykslun því þær gefa barnið frá sér til að
gefa því lif.

Þar sem hið opinbera hefur ekki sinnt því að fræða konur um þennan
kost hefur Lífsvernd, félag gegn fóstureyðingum, skrifað nákvæmar
leiðbeiningar til kvenna sem vilja fara þessa leið. Leiðbeiningarnar
er að finna á heimasíðunni lifsvernd.com.

Þessi grein ber heitið „Upplýst val og ættleiðing“. Á Íslandi býr
menntuð og frjáls þjóð. Mikið er talað um að fólk eigi rétt á að taka
upplýstar ákvarðanir um líf sitt. Bjóðum konum upp á raunverulegt
upplýst val!

No feedback yet