« Heilög Lúsía, mey og píslarvotturNáttúran frá sjónarhóli kristninnar »

04.12.05

  21:30:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 444 orð  
Flokkur: Þjóðfélagsrýni, Önnur trúarbrögð

Trú og skynsemi haldast í hendur

BIRMINGHAM, 21. nóv. 2005 (ICN). Vincent Nicols erkibiskup í Birmingham fjallaði um veraldarhyggu í predikun sinni og sagði að margir viðurkenndu að tilraun um veraldlega þjóðfélagsskipan hefði mistekist.

„Í dag viðurkenna margir að tilraun um veraldlega þjóðfélagsskipan hefur mistekist. Skynsemishyggja og tækni nægja ekki, hvorki til að halda samfélaginu saman né til innblásturs. Mannsandinn þráir meira og vill reyndar líka gefa meira.“ „Ef allir í stofnun, spítala eða banka eða verksmiðju ynnu bara klippt og skorið eftir starfslýsingu sinni þá myndi sú stofnun stöðvast á nokkrum dögum. Það sem tryggir góðan árangur félags eða stofnunar er sameiginleg sýn, hin undirliggjandi tilfinning fyrir takmarki, þar sem persónulegir duttlungar og sjálfstæði er látið víkja fyrir hinu æðra sameiginlega markmiði.“

„Og sama gildir um borgaralegt og opinbert líf. Við þörfnumst sameiginlegrar sýnar, markmiðs, mótunar persónuleika í þágu einhvers mikilvægara. Samt virðumst við vera að tapa þessu. Mér og mörgum öðrum finnst þetta niðurbrot byggja á algerri mistúlkun á gildi og framlagi trúarinnar. Harðir veraldarhyggjumenn, og af þeim er nóg, halda því fram að trú sé órökrétt og því beri að hafna henni. Þeir hafa rangt fyrir sér. Trú og skynsemi, að minnsta kosti í kaþólskri hefð haldast í hendur.“ „Í sívaxandi mæli sjáum við að það sem hægt er að gera er ekki sjálfkrafa af hinu góða. Því er haldið fram að trúin sé andstæð persónulegu sjálfstæði og hið eina viðmið sé einstaklingurinn. En ef sá vegur er genginn til enda þá hillir undir upplausn sameiginlegra gilda og þeirrar sjálfsmyndar sem stöðugleiki vor byggir á.“

„Á móti sjáum við samhljóma reynslu aldanna sem sýnir að rétt skilin kristin trú opnar greiða leið til djúprar persónulegrar lífsfyllingar, sérstaklega þegar við áttum okkur á því að þessi lífsfylling næst ekki á sviði einstaklingins heldur aðeins í samhengi við samfélagið.“

„Það er kominn tími til að við andmælum goðsögum veraldarhyggjunnar sem bjaga og hafna fortíð okkar. Hennar hátign drottningunni mæltist vel í síðustu viku við opnun þings Englandskirkju þegar hún sagði að þessir miklu breytingatímar fælu í sér tækifæri fyrir kristnar kirkjur.“

RGB þýddi og endursagði. Predikun erkibiskupsins er að finna í heild sinni á vefslóðinni: http://www.indcatholicnews.com/secsoc.html

Archbishop Vincent Nicols: 'The experiment of secular society has failed'
Independent Catholic News. http://www.indcatholicnews.com

No feedback yet