« Feitu árin og mögru árin – hugleiðingBæn í minningu herra Sigurbjörns Einarssonar biskups. »

14.09.08

  07:47:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 311 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Upphafning hins heilaga kross (14. september): Hugvekja tileinkuð heilögum Efraím hinum sýrlenska (um 306-373), djákna og kirkjufræðara

„Og þegar ég verð hafinn upp frá jörðu, mun ég draga alla til mín“ (Jh 12. 32)

Frá og með þessari stundu hefur krossinn hrakið alla skugga á brott og sannleikurinn tekið að ljóma, eins og Jóhannes postuli segi: „Hið fyrra er farið . . . Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“ (Opb 21. 4-5). Dauðinn hefur verið sviptur bráð sinni, hinir fjötruðu í víti endurleystir: Maðurinn er orðinn frjáls. Drottinn ríkir og sköpunin fagnar. Krossinn hefur sigrað og allar þjóðir, kynkvíslir, tungur og lýðir (Opb 7. 9) koma til að tilbiðja hann. Í krossinum finnum við fögnuð okkar og hrópum með heilögum Páli: „En það sé fjarri mér að hrósa mér af öðru en krossi Drottins vors Jesú Krists“ (Gl 6. 14). Krossinn varpar ljósi sínu á alla heimsbyggðina. Hann hrekur myrkrið á brott og safnar þjóðunum saman í kærleika í kirkjunni í einni trú og einni skírn, frá vestri til austurs, úr norðri og frá höfunum. Hann stendur í miðju heimsins þar sem hann rís á Krosshæðinni.

Vopnaðir krossinum fara postularnir út til að predika og safna öllum alheiminum saman í tilbeiðslu og troða undir fótum sér öll fjandsamleg máttarvöld. Fyrir hann hafa píslarvottarnir játað trúna af hugrekki óttalausir andspænis tælingum harðstjórans. Með því að axla hann hafa sigurreifir munkar gert einveruna að hvíldarstað sínum.

Þegar Kristur snýr til baka mun þessi kross birtast á himnum, þessi dýrlegi veldissproti hins mikla Konungs, hins lifandi, sanna og heilaga. „Þá,“ segir Drottinn, „mun tákn Mannssonarins birtast á himni“ (Mt 24. 30). Í samfylgd engla mun hann uppljóma jörðina frá einu skauti himins til annars, skærari en sólin og boða Dag Drottins.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga.

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jakob Valsson
Jakob Valsson

Takk fyrir pessa godu hugvekju Jon Rafn. I tilefni dagsins vil eg baeta vid baen ur hinni Almennu Baenabok Anglikonsku Kirkijunnar (Book of Common Prayer): ” O Blessed Saviour, who by thy cross and passion hast given life unto the world: Grant that we thy servants may be given grace to take up the cross and follow thee through life and death; whom with the Father and the Holy Spirit we worship and glorify, one God, for ever and ever. Amen.
Gud blessi pig.
Jakob Valsson
Church of the Holy Cross
Abbotsford
British Columbia
Canada

14.09.08 @ 12:40
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þakka þér góð skrif Jakob. Ekki dreg ég í efa að hina „trúföstu Drottins“ er einnig að finna í anglíkanakirkjunni eins og þú ert gott dæmi um. Textinn hér að ofan var hugleiðing með guðspjalli dagsins sem við sendum út daglega. Þú getur gerst áskrifandi á aðalsíðu kirkju.net. Eldri texta má sjá á:

http://vefrit-karmels.kirkju.net/Gudspjall/Inngangur/Inngangur.html

15.09.08 @ 06:11
Athugasemd from: Jakob Valsson
Jakob Valsson

Takk fyrir abendinguna. Eg fekk fyrstu hugleidinguna i dag. Madur getir aldrei hugleitt Gudsord of oft eda of mikid. Auk pess er gott ad lesa hugleidinguna a Islensku. Hjalpar mer ad halda vid modurmalinu goda.
Gudsblessun
Jakob Valsson

16.09.08 @ 11:54
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

DEBETUR SOLI GLORIA VERA DEO (JÓHANNES AF KROSSI).

16.09.08 @ 12:36