Flokkur: "Unnur Gunnarsdóttir"

02.12.17

  11:02:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 551 orð  
Flokkur: Unnur Gunnarsdóttir

Heimsókn til Medjugorie

Endurbirtur pistill eftir Unni Gunnarsdóttur sem birtist í okt.-nóv. tölublaði Kaþólska kirkjublaðsins. 

Þúsundir kaþólskra pílagríma ferðast til Medjugorje í Bosníu-Herzegóvínu á hverju ári. María mey er talin hafa birst þar fyrst hinn 24. júní 1981 tveimur ungum stúlkum, sem hétu Mirjana Dragićević og Ivanka Ivanković, og næsta dag fjórum öðrum börnum og hefur haldið áfram að birtast fram til dagsins í dag. Páfagarður hefur ennþá ekki viðurkennt þessar birtingar opinberlega en sér þó um rekstur helgireitsins.

Boðskapur Maríu meyjar, Drottningar friðarins, eins og hún hefur nefnt sjálfa sig, hefur ávallt verið með svipuðu sniði, þ.e.a.s. að biðja okkur um að fasta, meðtaka skriftasakramentið og biðja Rósakransinn með hjartanu, þannig færumst við nær Jesú með hennar hjálp, „to Jesus through Mary“.

Nýlega dvaldi ég í Medjugorie í hópi danskra pílagríma og fararstjóri var sr. Benny Blumensaat, sóknarprestur í Esbjerg í Danmörku.

Read more »