« Ástralskur munkur varar við Jóga, Tai Chi og ReikiNýr geisladiskur tileinkaður heilagri Maríu »

30.11.12

  19:15:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 144 orð  
Flokkur: Lífsvernd, Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Umræða á Írlandi vegna andláts móður í kjölfar fósturláts

Mikil umræða hefur átt sér stað á Írlandi og víðar undanfarna daga vegna dauða ófrískrar konu Savita Halappanavar sem lést að sögn vegna þess að henni var neitað um fósturdeyðingu. The Irish Times greindi fyrst frá þessu máli í frétt 14. nóv. sl. Síðan þá hefur fréttin vakið mikil viðbrögð eins og sjá má hér. Írskir biskupar gáfu út yfirlýsingu vegna málsins þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram : "Kaþólska kirkjan hefur aldrei kennt að líf fósturs eigi að vera rétthærra en móðurinnar. Vegna mennsku sinnar njóta bæði móðir og ófætt barn hennar helgi og hafa jafnan rétt til lífs". Búið er að fyrirskipa rannsókn í málinu og beðið er niðurstaðna rannsóknarskýrslunnar.

Í eftirfarandi sjónvarpsumræðu er m.a. tekist á um það hvort reglur um hvað gera skuli á Írlandi í tilfellum sem þessum séu nægilega skýrar.

[youtube]w3eGa2YNAj0[/youtube]
Beinn tengill: http://www.youtube.com/watch?v=w3eGa2YNAj0

Yfirlýsing Írskra biskupa um málið:
http://www.catholicbishops.ie/2012/11/19/statement-standing-committee-irish-catholic-bishops-conference-equal-inalienable-life-mother-unborn-child/

4 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú er að vænta lagabreytingar á Írlandi í kjölfar umræðunnar. Breyta á lögunum í þá veru að fósturdeyðing verði lögleyfð í þeim tilfellum þegar talið er að líf móður sé í hættu sem og ef móðir hótar sjálfsvígi. Sjá hér.

19.12.12 @ 19:40
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Athyglisvert, Ragnar, og þakka þér fyrir að halda okkur upplýstum hér um gang mála.

20.01.13 @ 12:52
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

“Réttarrannsókn hófst í Írlandi í dag á dauða indverska tannlæknisins Savita Halappanavar”

Hér er frétt mbl.is um framhald þessa máls.

08.04.13 @ 18:47
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nú hefur komið í ljós við þessa rannsókn að læknir hefur játað að hafa ekki lesið sér nægilega til um stöðu sjúklingsins:

At an inquest into the death of Savita Halappanavar, Dr. Katherine Astbury conceded that she was unaware of a deterioration in the young woman’s physical condition, although the problem was recorded on her chart…Dr. Astbury told the inquest that if she had been aware of the woman’s condition she would have scheduled an abortion—which would have been legal under existing Irish law, if the doctor found the procedure medically necessary to save the mother’s life.

Sjá þennan tengil.

13.04.13 @ 06:37