« Ritningarlesturinn 10. september 2006Ritningarlesturinn 9. september 2006 »

09.09.06

  08:57:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1068 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um þrælahald og rangfærslur veraldarhyggjunnar (secularism)

Í dag heiðrar kirkjan heil. Pétur Claver (1581-1654), en árið 1888 hóf Leó páfi XIII hann í tölu heilagra og útnefndi sem verndara trúboða meðal ánauðugra manna. Hann fæddist á Spáni en árið 1610 yfirgaf hann föðurland sitt fyrir fullt og allt og settist að í Cartagena í Kolumbíu, en hún var miðstöð þrælaverslunar á þeim tímum. Tugþúsundum saman voru þrælarnir fluttir yfir Atlantshafið frá Vesturafríku og aðbúnaðurinn var svo slæmur að áætlað er að einn þriðji þeirra hafi látist meðan á sjóferðinni stóð. Þrátt fyrir að Páll páfi III (1468-1534) hefði fordæmt þrælahald stóð þessi þokkalega iðja með miklum blóma.

Forveri Péturs Clavers, jesúítinn faðir Alfonso de Sandoval, hafði helgað líf sitt þjónustunni við þrælana í 40 ár þegar heil. Pétur leysti hann af hólmi. Jafnskjótt og þrælaskipin kom í höfn fór heil. Pétur um borð til að líkna hinum bágstöddu. Eftir að þrælunum hafði verið smalað saman eins og skepnum í hlekkjum var farið með þá í búr þar sem menn gátu virt þá fyrir sér. Heil. Pétur fór inn í þessi búr með lyf, mat og tóbak. Með hjálp túlks talaði hann við þá og fullvissaði þessa bræður sína og systur um mannlega reisn þeirra og að Guð elskaði þau. Í þau fjörutíu ár sem hann lifði skírði faðir Claver um 300.000 þræla.

Sama gilti um Jesúítaregluna í Suðurameríku. Jesúítarnir voru iðulega þeir einu sem komu í veg fyrir að hinir innfæddu væru hnepptir í ánauð. Um alla Suðurameríku, en einkum þó í Brasilíu og Paraguay, stofnuðu þeir sambandsríki á kristnum grunni líkt og tíðkuðust í Bandaríkjunum. Þessi ríki nefndust „reducciones“ á spænsku eða verndarríkin. Þau voru „theokratísk“ og þarna nutu indíánarinir verndar og var kennt að lesa og skrifa og lærðu einhverja handiðn sér til framfærslu og hlutu uppfræðslu í landbúnaðarstörfum. Að sjálfsögðu var þetta gert andstætt vilja protúgalskra og spænskra nýlenduherra. Það voru síðan bandarískir plantekrueigendur – þeir sömu og efndu síðar til borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum – sem brutu þessa tilraun á bak aftur að fullu og öllu.

Enn í dag tiðkast þrælahald um allan heim í ýmsum myndum, þrátt fyrir að Klóthildur Frakklandsdrottning hefði afnumið þrælahald endanlega með lögum árið 596. [1] Einhver mesta þrælamiðstöð heimsins í dag er í Kína þar sem stjórnvöld hafa gert þegnana að ánauðugm þrælum kommúnismans. Bróðir Yun sem ég hef vikið að áður hér á kirkju.net og er einn af forystumönnunum í kínversku trúarvakningunni, greinir okkur frá því að kristnir menn í Kína hafi gert sömu afstöðuna að sinni og Páll postuli hvatti frumkristna menn að virða: Að bíða eftir endurlausn Guðs undan oki þrældómsins vegna þess að hann myndi vel fyrir sjá. Þrælauppreisnir í hinu heiðna Rómaveldi til forna höfðu iðulega skelfilegar afleiðingar í för með sér og fjölmargir þekkja þannig til uppreisnar skylmingaþrælsins Spartakusar sem endaði með miklu blóðbaði. Við sjáum einnig hvernig kínversk stjórnvöld létu skriðdreka sína murka lífið úr friðsamlegum mótmælum námsmanna á Torgi hins himneska friðar!!! árið 1989.

Bróðir Yun áminnir okkur einnig um að í Kína eru kristnir menn ofsóttir, limlestir, hnepptir í fangelsi árum saman og kveðnir upp yfir þeim dauðadómar í stórum stíl. Hins vegar sé það rógurinn, rangfærslurnar og lygin sem andstæðingar kristindómsins grípa til á Vesturlöndum, sem ekki sé síður skætt vopn í höndum þeirra. Við getum bætt við sögufölsun. Nú fyrir skömmu sagði einn falspostula hins nýja fagðnaðarerindis Antíkrists að kristnir menn á Íslandi hlytu að vera hlynntir ÞRÆLAHALDI VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR BERÐUST GEGN KYNVILLU!!!

Í fjölmiðli allra landsmanna – Ruv 1 – var tekin upp amerísk upptugga sem farið hefur um netið eins og eldur í sinu meðal guðsafneitara með nokkrum tilvitnunum úr Gamla testamentinu, það á meðal að selja dóttur sína í ánauð. Gefið var í skyn að þetta væri afstaða „ofstrúarmanna“ á Íslandi.

Hinkrum hér aðeins við. Kristur kom til að uppfylla lögmálið og sagði reyndar að ekki einn einasti stafkrókur lögmálsins myndi falla úr gildi. Hann kom til að blása í það lífi, lífi LÍFSINS ANDA (Rm 8. 2). Samkvæmt lögmáli þessa LÍSINS ANDA er hið raunverulega ánauðarok þrældómshlekkir Satans, anda lyginnar. Þeir sem selja dætur sínar [og syni] í þrældóm eru þeir sem ala börn sín upp í myrkri vantrúarinnar. Þetta er boðskapur Krists. Kristin kirkja boðar ekki þrælahald í öðrum skilningi en þessum.

Í dag áminnir heil, Pétur Claver okkur á þessi sannindi þegar kirkjan heiðrar minningu hans. Þau hryggilegu ummerki tímans sem blasa við á Íslandi í dag er að önnur kynslóð nýheiðninnar er að spretta úr grasi, fólk sem hefur ekki notið neins trúarlegs uppeldis og er svo átakanlega fávíst um trúarsetningar kristindómsins að fáfræði þess er algjör.

Bræður og systur! Höldum því vöku okkar gegn slíkum sögulegum rangfærslum þessara afla líkt og kristindómurinn boði þrælahald. Berjumst fyrir sannleikanum af öllum lífs og sálarkröftum: „Drottinn vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tím. 2. 4.) – „Að standa ekki gegn villu er að samþykkja hana – að verja ekki sannleikann er að brjóta hann á bak aftur.“ – Heil. Felix páfi þriðji.

[1]. Og jafn átakanalega og það hljómar nýtur vændisfrumvarp [kynlífsþrælkun] umtalsverðs fylgis á Alþingi Íslendinga!!!, nú nákvæmlega 1410 árum síðar. Ágangur framsóknar guðsafneitunar kann sér engin takmörk.

1 athugasemd

Athugasemd from: Aðalbjörn Leifsson
Aðalbjörn Leifsson

Við skulum ekki gleyma því að Islamistar í Sudan stunda þrælahald, þrælahald er á Íslandi í klámbúllunum og á Indlandi og í Tælandi eru börn misnotuð. Allstaðar þar sem kristni hefur ekki fest rótum er satan með þrælahald, minnumst þess að Kristur keypti okkur dýru verði með blóði sínu.
Efasemd er sálarástand en vantrú er andavald, það eru margir sem rita´á þessa síðu haldnir.

09.09.06 @ 19:39