« Getnaðarverjasamfélagið – eftir David PrentisSjálfsmorð Vesturlanda? – eftir Joseph D'Agostino »

18.03.07

  12:06:51, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1555 orð  
Flokkur: Fólksfækkunarvandamálið

Um samkynhneigð í Biblíunni – viðtal við föður Jean-Baptiste Edart

Í tilefni fréttar í Morgunblaðinu í gær (bls.18) um að forystumenn sænsku þjóðkirkjunnar hafi samþykkt að heimilað verði að gefa samkynhneigð pör saman í kirkjum með sama hætti og gagnkynhneigð pör er þetta viðtal birt. Í reynd er hér á ferðinni fríhyggja siðferðilegar afstæðishyggju hins vestræna heims. Strax á sjötta áratugi s. l. aldar hvatti Planned Parenthood til hómósexúalisma sem einna þeirra aðferða sem stuðla myndu að fækkun íbúafjöldans. Taka ber fram að þetta var löngu fyrir tilkomu eyðnismitunarinnar.

RÓM, 15. mars 2007 (Zenit.org).– Biblían boðar með ljósum hætti að virkt kynlíf samkynhneigðra er rangt. Þetta segir textafræðingur við Stofnun Jóhannesar Páls II í Róm. Faðir Jean-Baptiste Edart er annar tveggja höfunda ritsins „Clarification sur l’Homozexualité dans la Bible“ (Ljósi varpað á samkynhneigð í Biblíunni) sem kom út hjá Edition du Cerf.

ZENITH átti viðtal við höfundinn í febrúar. Í þessu viðtali sem kemur í kjölfarið ræðir faðir Edart af meiri dýpt um uppfræðslu Biblíunnar hvað áhrærir samkynhneigð.

S: Hverjar eru tilvísanirnar til samkynhneigðar í Biblíunni?

Faðir Edart: Afar lítið er vikið að þessu efni í Biblíunni. Þetta má rekja til þess að þessi afstaða var lítt áberandi sem er rökrétt afleiðing af banninu gagnvart slíku framferði.

Þeir textar sem víkja beinum orðum eða óbeinum að samkynhneigð eru eftirfarandi:

Í Gamla testamentinu

1M 19. 7-8: „Og hann sagði: „Fyrir hvern mun, bræður mínir, fremjið ekki óhæfu. Sjá, ég á tvær dætur, sem ekki hafa karlmanns kennt. Ég skal leiða þær út til yðar, gjörið við þær sem yður gott þykir. Aðeins megið þér ekkert gjöra þessum mönnum, úr því að þeir eru komnir undir skugga þaks míns."

Dómarabókin 19. 23-24: „Þá gekk maðurinn, húsbóndinn, út til þeirra og sagði við þá: „Nei, bræður mínir, fyrir hvern mun fremjið ekki óhæfu. Fyrst þessi maður er kominn inn í mitt hús, þá fremjið ekki slíka svívirðingu. Hér er dóttir mín, sem er mey, og hjákona hans, ég ætla að leiða þær út, og þær megið þér taka nauðugar og gjöra við þær sem yður vel líkar, en á manni þessum skuluð þér ekki fremja slíka svívirðingu."

3M 18. 22: „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.“

Í Nýja testamentinu

1. Korintubréfið 6. 9: „Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar . . . Guðs ríki erfa.“

1. Tímóteusarbréfið 1. 8-10: „Vér vitum, að lögmálið er gott, noti maðurinn það réttilega og viti að það er ekki ætlað réttlátum, heldur . . . hinum óhreinlífu, þeim sem iðka samkynhneigð . . . og hvað sem það er nú annað, sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu.“

Rómverjabréfið 1. 26-27: „Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum [náttúrlegum] mökum í óeðlileg [ónáttúruleg], og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum [náttúrlegum] mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.“

S: Þú vitnaðir í 1. Korintubréfið 6. 9 og 1. Tímóteus 1. 10. Hvernig ber að skilja þessa texta?

Faðir Edart: Í þessum textum má sjá lista yfir þá lesti sem eru óásættanlegir til þess að ganga inn í konungsríki Guðs.

Í 1. Korintubréfinu skírskota tvö orð til samkynhneigðar: „Malakos,“ sem þýtt er sem „hórkarlar“ (homosexuals) og „arsenokoites“ (sodomites) sem þýtt er sem kynvillingar.“

Þessi orð eru afar fágæt: „Malakos“ birtist einungis hér hjá hl. Páli, en hvað áhrærir „arsenokoites,“ þá er þetta í fyrsta skiptið sem það sést í allri bókmenntasögu grískunnar.

„Malakos“ þýðir bókstaflega „blíður, silkimjúkur eða ljúffengur.“ Í sambandi samkynhneigðra skírskotar það til hins eftirgefanlega aðila, en getur einnig skírskotað til vændiskarls eða afar kveifarlegra manna.

Þegar merking orðsins „arsenokoites“ er rannsökuð og hið augljósa kynferðislega inntak bannlistans er haft í huga útilokar það síðari tvær merkingarnar.

„Arsenokoites“ merkir bókstaflega „að liggja með manni.“ Það er myndað með því að tengja tvö orð saman úr 3M 18. 22 og 20. 13 og hefur líklega birst í júdísk-hellensku samhengi. Rabbínarnir studdust við hebreska orðasambandið „að liggja með manni“ sem komið er úr 3M 18. 22 og 20. 13 til að tjá samband samkynhneigðra.

Þeir takmörkuðu það ekki við kynferðissamband við drengi. Allt virðist þetta nægja til samans til að við getum fullyrt að líklegasta skýringin sé sú að orðið skírskoti til manna sem iðka kynlíf samkynhneigðra. Merking orðsins „arsenokoites“ gerir okkur kleift að einskorða orðið „malakos“við hinn eftirgefanlega aðila í kynlífi samkynhneigðra.

Þannig er litið á hómósexúalisma sem afar alvarlega athöfn sem brjóti í bága við hin guðdómlegu lög. Þessi kenning er fyllilega til samræmis við gyðingdóminn á þessu tímaskeiði.

Ekkert víkur hér að spurningunni um kynhneigð eða kringumstæður verknaðarins fremur en að vera gefið í skyn. Það er sjálfur verknaðurinn sem er fordæmdur.

S: Og hvað með Rómverjabréfið 1. 18-32?

Faðir Edart: Hl. Páll víkur að virku kynlífi samkynhneigðra hjá körlum og konum sem afleiðingu reiði Guðs. Rannsókn leiðir í ljós hvers eðlis þessi hómósexúalismi er og hvernig túlka ber þennan texta.

Postulinn vildi varpa ljósi á guðleysið. Hann greip til hómósexúalisma vegna þess að þessi löstur var sérkennandi fyrir heiðingja samkvæmt arfleifð gyðingdómsins.

Með því að byggja á frásögninni um sköpunina í 1. Mósebók og í 5. Mósebók 4 sá hann samband á milli hómosexúalisma og skurðgoðadýrkunar. Í skurðgoðadýrkun lætur maðurinn að stjórn þeirrar sköpuðu veru sem hann tilbiður og geldur Guði þannig ekki það sem honum ber.

Það sem gerist felst í því að snúa upphaflega inntakinu við sem birtist í guðdómlegri ráðsályktun og meðal annars í kynjamun. Í verknaði sem felur í sér hómósexúalisma er þessa munar ekki gætt. Þannig lýsir þessi athöfn best guðleysinu í huga Páls.

Annað vandamál sem skýtur upp kollinum þegar þessi texti er túlkaður er merking „eðlileg mök.“ Í rómverskri menningu markaðist inntak lýsingarorðsins „eðlilegur“ af ríkjandi samfélagsvenjum.

Í grísk-rómverskri menningu var það hið karlæga sem setti mark sitt á samskipti kynjanna, var ríkjandi og lagði grundvöllinn að ástarsambandinu.

Skírskotunin til 1. Mósebókar í Rómverjabréfinu 1. 19-23 boðar að líta beri á hið „náttúrlega“ (eðlilega) sem þá tilhögun sem Guð vildi og sjá mætti í sköpuninni. Hún er meðal annars skilin sem kynjamunurinn á milli karlsins og konunnar, þá grundvallaforsendu sem Guð vildi að væri ríkjandi í samfélagi sínu.

Guð vildi að karlinn og konan yrðu eitt með kynlífinu og þessi guðdómlegi vilji eða guðdómlegu lög eru greypt í náttúruna sem skynsemin ber skyn á. Maðurinn getur borið skyn á þetta með öllum þeim einkennum sem felast í kynímyndinni og eitt þessara ummerkja eru kynfærin.

Ef við viljum kanna hina rómversku merkingu þessa orðs, þá getum við sagt að það sem stríði gegn náttúrunni (hinu eðlilega) virði ekki þá tilhögun sem Guð innleiddi í sköpunarverkinu.

Skírskotunin til 1. Mósebókar gerir okkur kleift að skilja að þetta bann fellur ekki úr gildi með hliðsjón af „tilhneigingum“ eða kynhneigð. Sérhver athöfn sem felur í sér hómósexúalisma gengur þvert á hinn guðdómlega vilja sem er opinberaður í upphafi.

Þegar hugað er að bókstaflegri merkingu texta Nýja testamentisins leiðir hann þar af leiðandi berlega í ljós að hómósexúalismin er talinn afar alvarlegt brot gegn lögum Guðs. Mikilvægt er að gera sér ljóst að þessi neikvæða siðræna skilgreining er rökfræðileg afleiðing jákvæðari afstöðu.

Guð vildi skapa manninn til að lifa í samfélagi við sig. Þetta var opinberað í upphafi með kynjamuninum. Samband karls og konu er fyrsta opinberun elsku Guðs á manninum.

Þessi munur opnar leiðina til gagnkvæmni þar sem persónunni er gert kleift að gefast öðrum. Kynferði líkamans staðfestir þetta. Boðun kirkjunnar er í fullkomnu samræmi við það sem Ritningin hefur að segja í þessum efnum.

ZE07031502/JRJ

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakkir áttu skildar, Jón Rafn, fyrir að þýða þetta ágæta viðtal og birta það hér – og af þessu alvonda tilefni, því miður, þegar sænska, lútherska kirkjan hefur gefizt upp við að halda uppi kristinni kenningu og kristnum sið í þessu kynferðismáli. Augljósara verður með áratug hverjum, hve sárlega lúthersk-evangelísku kirkjurnar skortir þá kenningarlegu leiðsögn og festu, sem rómversk-kaþólska kirkjan hefur notið í kennsluembættum kirkjunnar, í kirkjuþingum sínum og kennimannlegu túlkunarvaldi – sem umfram allt felur í sér fyrirheiti Guðs um rétta túlkun Ritninganna (Jóh.16.13, I.Tím.3.15).

18.03.07 @ 17:12