« SporaleikurHinn heilagi Kristur reiðinnar »

18.03.06

  16:45:35, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 245 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Um Lífsvernd

Ég vil vekja athygli fólks á samtökunum Lífsvernd. Félagið var stofnað í apríl 2004 í safnaðarheimili Maríukirkju í Breiðholti af nokkrum kaþólskum áhugamönnnum um lífsvernd. Það er von okkar sem stöndum að félaginu, að sem flestir verði 'Pro Life' og að þeir sem eru 'Pro Life', gangi í félagið og gerist virkir í þessari baráttu. Sú barátta er ekki endilega hávær, en eitthvað sem við getum gert á hverjum degi. Í fyrsta lagi að biðja lífsverndarbænarinnar daglega. Í öðru lagi að láta aðra vita að við séum 'Pro Life', til dæmis vinnufélaga okkar og vini. Spyrja þá hvort þeir hafi áhuga á að ganga í 'Pro Life' félag. Í þriðja lagi að koma á bænastundirnar og taka þátt í því sem félagið er að reyna að gera með félagsmönnum.

Bæn um stöðvun fóstureyðinga
Himneski Faðir! Við biðjum fyrir þeim ófæddu börnum sem með fóstureyðingu er ætlað að láta líf sitt í þessari viku. Bjarga þeim frá dauða. Breyttu viðhorfum foreldranna og gefðu þeim nýja von, svo að ekki komi til þessa örvæntingarfulla verknaðar. Teldu hughvarf þeim sem framkvæma fóstureyðingar. Kenndu okkur hvernig bregðast skuli við þessum blóðsúthellingum meðal okkar.
Þess biðjum við fyrir son þinn Jesú Krist. Amen.

http://lifsvernd.com/umlifsvernd.html

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Segðu mér, Magnús. Geta ekki aðrir en kaþólskir orðið meðlimir í Lífsvernd? Æskilegt væri að samstaða skapaðist meðal allra kristinna manna á Íslandi í baráttunni gegn fóstureyðingunum.

Trúað gæti ég að fjölmargir bræðra okkar og systra í Hvítasunnuhreyfingunni vildu taka þátt í þessari baráttu með virkum hætti. Þetta er óaðskiljanlegur hluti KRISTINNAR SAMSTÖÐU.

Það er þetta sem bæði Jóhannes Páll páfi II og Benedikt páfi XVI hafa lagt áherslu á: SAMSTÖÐUNA.
Þetta er það sem við sjáum að hefur verið að gerast í Bandaríkjunum á undanförnum árum.

18.03.06 @ 16:54
Athugasemd from: Magnús Ingi Sigmundsson
Magnús Ingi Sigmundsson

Jú, allir geta gerst félagar sem samþykkja grundvallar hugsjónina að ekkert réttlæti fóstureyðingu. Við höfum ekki gert sérstakt átak til að fá Hvítasunnumenn til að ganga í félagið en þeir eru sannarlega velkomnir. Það er reyndar einn Hvítasunnumaður sem ég veit um sem er félagi í Lífsvernd.

18.03.06 @ 17:44