« SkaftahliðarfáriðUm hrun Sovétríkjanna sálugu »

28.01.06

  12:14:57, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1835 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Um kristna samstöðu

Þann 23. janúar s.l. fóru fram þingkosningar í Kanda. Úrslitin urðu þau að Frjálslyndi flokkurinn undir stjórn Paul Martins beið afhroð fyrir íhaldsflokki Harpers sem hlaut 38% atkvæða og þar með lykilstöðu í kanadískum stjórnmálum. Enginn stjórnmálaflokkur á vesturhveli jarðar hefur gengið jafn langt í „ofuréttindum“ hómósexúalistum til handa heldur en einmitt Frjálslyndi flokkurinn í Kanada. Einungis árið 2004 áður en lögin voru samþykkt bárust kanadíska þinginu mótmæli frá 75 erlendum þjóðum.

Í reynd ganga lögin svo langt að mannréttindi annarra hópa eru skert verulega sem vart samræmist vestrænu lýðræðisríki. Þetta sést best á hæstaréttardóminum gegn Chris Kempling prófessor. Hann hafði staðið fyrir undirskriftasöfnun til að standa vörð um kristin siðferðisgildi. Hann var svipur stöðu sinni sem prófessor og er nú atvinnulaus. Allir sem til þekkja gera sér ljóst, að vestanhafs er prófessor sem hrakinn er úr starfi með öllu ókleift að sækja um nýja stöðu. Í dómsniðurstöðunum má meðal annars lesa, að með hliðsjón af starfi hans og ábyrgð hafi hann hvorki rétt til að tjá sig eða njóta trúfrelsis og ef ríkisvaldið viðurkenni „réttindi“ hómósexualista beri skólakerfinu að haga uppfræðslu sinni til samræmis við ákvæði landslaga. Hér er því um beina skoðanakúgun að ræða líkt og tíðkuð var í alþýðu„lýðveldum“ sósíalfasismans.

Minnast má á málsókn ákæruvaldsins gegn Royal Victoria Hospital í Montreal sem neitaði lesbíunni Helenu Zylberszac um tæknifrjóvgun. Hann var dæmdur til að greiða henni 10.000 dollara í miskabætur og 9.000 dollara fyrir margvísleg önnur óþægindi til samræmis við ákvæði Bill C-13. Annað heldur hjákátlegt dæmi er prentsmiðjueigandi einn sem dæmdur var í fjársekt fyrir að neita samtökum homma og lesbía um að prenta fyrir þau bækling!

Þetta varð til að vekja kristna menn af svefni og fjölmörg samtök kristinna manna risu upp til varnar, meðal annars Canadian Religious Freedom Alliance, Evangelical Fellowship of Canada (EFC), Christian Legal Fellowship, British Columbia Christian Teachers Association, Catholic Civil Rights League, Canadian Bishop Conference og fjölmargir forstöðumenn ýmissa safnaða víða um land. Þessi samstaða kristinna manna höfðaði til kanadískra kjósenda fyrir kosningarnar og hvatti þá til svara þessari atlögu gegn siðrænum gildum kristindómsins á kjördag. Sama sagan endurtók sig eins og í Bandaríkjunum í kosningunum á s.l. ári. Kjósendur brugðust við kallinu: Ekkert er vestrænum stjórnmálamönnum jafn sárt eins og að sjá af atkvæðum.

Í október s.l. kom Evrópuþingið saman til fundar í Tyrklandi. Þar hélt Basileus I samkirkjupatríark í Konstantínópel þrumuræðu yfir þingfulltrúunum og ávítaði þá fyrir fráfall frá trúnni. Evrópuþingið brást við þann 18. janúar með því að samþykkja ný lög þar sem hómósexualistum eru veitt margvísleg réttindi. Lögin voru samþykkt með 468 atkvæðum gegn 149, en 41 sátu hjá. Til marks um áhrif þessara laga hefðu dómsorðin yfir sænska hvítasunnuprestinum í Svíþjóð orðið önnur en þau urðu í reynd. Samtök homma og lesbía höfðuðu mál á hendur honum fyrir að hafa predikað gegn kynhegðun þeirra. Samkvæmt mannréttindaákvæðum sænsku stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi var hann sýknaður. Samkvæmt hinum nýju lögum Evrópuþingsins hefði hann að öllum líkindum verið dæmdur í fjársektir og 30 daga varðhaldsvistar, eins og lögmaður hómósexualista krafðist.

Núna í samkirkjuvikunni (22.-28. jan) koma saman í Róm 150 fulltrúar frá 50 löndum, fulltrúar 40 kirkna og 34 biskuparáða og meira en 50 samtaka og hreyfinga sem taka þátt í undirbúningsstörfunum að Þriðja evrópska samkirkjuþinginu sem kemur saman í Sibiu í Rúmeníu í september 2007. Þetta er að undirlagi Biskuparáðs Evrópubandalagsins og Samtaka Evrópskra kirkna. Það fyrra er kaþólskt, hið síðara samanstendur af kirkjum úr ýmsum játningum trúarinnar.

Í ávarpsorðum sínum komst Benedikt páfi XVI meðal annars þannig að orði: „Ég vona að sérhvert skref sem stigið verður á þessari pílagrímsgöngu megi verða uppljómað í ljósi Krists og að næsta Evrópska samkirkjuþingið megi stuðla að því, að kristnir einstaklingar í löndum okkar megi verða meira meðvitaðir um skyldur sínar og bera trú sinni vitni í menningu samtímans, sem iðulega einkennist af afstæðishyggju og áhugaskorti.“

Kjörorð þingsins er: KROSS KRISTS UPPLJÓMAR ALLA: VON ENDURNÝJUNAR OG EININGAR Í EVRÓPU. Orð þessi eru ekki markleysa. Við skulum ekki vanmeta MÁTT KROSSINS! Það var lítill trékross í borginni Novi Sad í Póllandi sem markaði upphaf hruns Sovétríkjanna sálugu. Novi Sad átti að verða að fyrirmyndarborg sósíalfasisma kommúnismans. Þar með var ekki gert ráð fyrir neinum kirkjum í borginni. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum stóð ein lóðin í miðborginni auð og hinar ýmsu stjórnardeildir skrifræðisins gátu ekki komið sér saman um hver þeirra ætti að hreppa hana. Einn morguninn stóð þarna lítil trékross. Að sjálfsögðu fjarlægð öryggislögreglan hann samstundis. En sama sagan endurtók sig hvað eftir annað og fólk tók að safnast saman um krossinn. Brátt varð mannfjöldinn svo mikill, að ógnarstjórnin stóð uppi ráðþrota. Fjölmargir forystumanna Samstöðu (Solidarnosh) komu síðar úr þessum hópi. Lítill trékross varð þannig til þess að eitthvað mesta hernaðarveldi mannkynssögunnar hrundi smám saman eins og spilaborg.

Það var þessum sama KROSSI sem milljónir rússneskra karla og kvenna vottuðu lotningu sína undir oki ógnarstjórnar sósíalfasimans. Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan var smurð til greftrunar undir ógnaroki kommúnismans til að rísa upp til nýs lífs úr hörmungum blóðvottanna. Sá myrki dalur sem hún gekk í gegnum undir ógnarstjórn kommúnista jafnast fyllilega á við þær ofsóknir sem frumkristnir menn máttu þola með píslum sínum í ofsafengnum ofsóknum heiðins rómversks keisaravalds. Rétt eins og á tímum frumkirkjunnar skilur Guð hina trúföstu frá sem vaka yfir velferð kirkjunnar.

Nú eru þeir sem „beygðu krókóttar leiðir horfnir með illgjörðarmönnum“ (sjá Sl 125. 5) í Rússlandi. En afturgangan er nú risin að nýju úr gröfinni. Alls staðar þar sem róttækir sósíalistar og „frjálslyndir“ hafa hafist til vegs og valda hafa þeir gengið fram af mikilli eljusemi og afnumið ákvæði kristins réttar. Einungis þarf að minnast á Spán, Svíðþjóð, Holland og Skotland í þessu sambandi. Nú vilja þessi sömu öfl leiða Ísland á sömu óheillabraut með dyggri aðstoð andvaralausra stjórnmálamanna og atkvæðasjúklinga.

Afstaða rómversk kaþólsku kirkjunnar og Rétttrúnaðarkirkjunnar er ljós og hefur legið fyrir í tvö þúsund ár. Það er ekki einungis að Drottinn Guð boði heilagleikalög sín í Ritningunum þegar í Gamla testamentinu: „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð“ (3 M 18. 22), sem hl. Páll endurtekur í skrifum sínum, til að mynda í Rómverjabréfinu: „Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars“ (Rm 1. 26. 27). Hin heilaga arfleifð endurtekur þetta með ljósum hætti í Tólfpostulakenningunni (Didache), elsta varðveitta trúfræðslukveri fornkirkjunnar (um 60-120?). Þar má lesa: „Vegirnir eru tveir. Annar er Vegur lífsins, hinn Vegur dauðans. Þeir eiga ekkert sameiginlegt“ (1, 1). Við sjáum berlega af hversu mikilli trúfesti fornkirkjan stóð vörð um boðorð Krists: „Þú skalt ekki fremja morð, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki iðka kynvillu [saurga drengi], ekki iðka saurlifnað, rán, töfrabrögð, svartagaldur og þú skalt ekki myrða ungabörn með fóstureyðingu eða eftir fæðingu þeirra“ (2, 2).

Í krafti hinnar heilögu arfleifðar sér kirkjan HREINLEIKA KRISTS sem frumburðar meðal margar bræðra og systra (sjá Rm 8. 29), eða eins og Sophronij arkimandríti komst að orði í umfjöllun sinni um hl. Silúan starets frá Aþosfjalli (1866-1938): „Hann leit á líf kirkjunnar sem líf í Heilögum Anda og hina heilögu arfleifð sem óaflátanlegt starf Heilags Anda í kirkjunni. Þar sem hin heilaga arfleifð felst í eðli sínu í eilífri og óaflátanlegri nærveru Heilags Anda í kirkjunni er hún jafnframt tilvistarfræðilegur grundvöllur hennar. Þannig umvefur hin heilaga arfleifð allt líf kirkjunnar og það í svo ríkum mæli, að Ritningarnar sjálfar eru eitt tjáningarforma hennar. Þetta hefur í för með sér að ef kirkjan væri svipt arfleifð sinni yrði hún ekki söm og áður vegna þess að boðskapur Nýja testamentisins er orð Andans „ekki skrifað með bleki, heldur með Anda lifandi Guðs, ekki á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld úr holdi“ (2 Kor 3. 3-6).

Þennan sannleika hefur hin heilaga arfleifð skrifað á hjartaspjöld allra sannkristinna manna í landinu. Viljið þið að prestar okkar verði dæmdir til fangelsisvistar fyrir að boða Orð Guðs hreint og klárt? Viljið þið að andvaralausir og atkvæðasjúkir stjórnmálamenn færi hómósexualismanum ógnarvald í hendur, þannig að hann geti beitt ríkissaksóknaraembættinu fyrir sig í útbreiðslu hugvillna sinna? Með hliðsjón af ofannefndum málarekstri í Svþjóð s.l. sumar gegn hvítasunnuprestinum, mun næsta skref samtaka hómósexualista verða að krefjast innleiðingar ritskoðunar, bæði á rituðu máli og vefsíðum á netinu og láta loka fyrir þær, rétt eins og gert er í Kína til að mynda með Google? Vafalaust verður þess einnig krafist að Ríkisútgáfa námsbóka eða einhver önnur „ábyrg“ stofnun gefi út nýja og leiðrétta útgáfu heilagrar Ritningar til að hún brjóti ekki í bága við ákvæði laganna um samkynhneigða og lífsafstöðu hómósexualista og svo mætti halda áfram. Nei, kæru bræður og systur, hér er um hreina og beina afkristnun að ræða.

Okkar er að svara. Við getum gefið svar okkar við kjörborðið í næstu kosningum: ÁFRAM KRISTSMENN, KROSSMENN!

16 athugasemdir

Athugasemd from: Guðmundur Jónsson skrifstofumaður, Reykjavík
Guðmundur Jónsson skrifstofumaður, Reykjavík

Biskup Íslands má þó eiga það að hann styður að stæðstum hluta réttindi samkynhneigðra, t.d eins og þau birtast í stjórnarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Biskupnn hefur velþóknun á blessunum samkynhneigðra para í kirkjum landsins auk þess sem hann sér ekkert athugavert við það að vera með yfirlýsta samkynhneigða presta þjónandi í kirkjum sínum. Þetta er nú allur stuðningurinn sem þið hafið úr þeirri áttinni. Því má svo bæta við að hver einn og einasti stjórnmálaflokkur landsins styður réttindabaráttu samkynhneigðra!

Herrar mínir! Þið eruð í frekar vonlítilli stöðu með að ná fram ykkar vonda málstað í okkar góða landi, og það þrátt fyrir að vera með heilan Guð á ykkar bandi! Fyrr á öldum hikaði Guðinn ykkar raunar ekki að þurka út heilu borgirnar vegna bévítans kynvillunar, en nú bara heyrist ekki hóst né stuna úr þeirri áttinni - og það þrátt fyrir áratuga árangursríka langa baráttu samkynhneigðra!

28.01.06 @ 13:08
Athugasemd from: Guðmundur Jónsson skrifstofumaður, Reykjavík
Guðmundur Jónsson skrifstofumaður, Reykjavík

Tölfræðisnillingurinn Jón Valur Jensson átti alltaf eftir að reikna út fyrir mig hve stór hluti þjóðarinnar tilheyrir trúfélögunum 20 sem stóðu að yfirlýsingunni gegn hjónaböndum samkynhneigðra. Þú kannski vilt hjálpa honum við það?

28.01.06 @ 13:17
Athugasemd from: Guðmundur Jónsson skrifstofumaður, Reykjavík
Guðmundur Jónsson skrifstofumaður, Reykjavík

Telst það til háttvísi á þessum vef að tala um íslenska stjórnmálamenn sem “atkvæðasjúklinga"? Getur verið að þeir hafi kynnt sé málin og bara komist að annari niðurstöðu en þið?

Annars var ég að lesa langa fréttaskýringu í virtu erlendu blaði um kosningarnar í Kanada. Þar var ekki fjallað einu orði um það að úrslítin mætti rekja til andstöðu kristinna safnaða við mannréttindi. Spilling frjálslyndaflokksins sem gegnsýrt hefur allt stjórnkerfi landsins var nefnd sem helsta skýringin auk þess sem fráfarandi stjórn var veik minnihlutastjórn og ekkert óeðlilegt við það að hún riðaði til falls.

28.01.06 @ 13:26
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Kæri bróðir í Kristi!

Ég skal leitast við að svara spurningum þínum eftir bestu getu. Í fyrsta lagi þetta: Það eru liðlega 11.000 manns sem tilheyra þessum söfnuðum. Þetta er einungis „toppurinn“ á ísjakanum. Þannig hafa fjölmargir aðrir tjáð skoðun sína símleiðis við Biskupsskrifstofu, allflestir andvígir vígslu samkynhneigðra, eftir því sem mér hefur verið tjáð. Sú leið var valin að hafa tuttugu söfnuði og tuttugu einstaklinga. Meðal þeirra eru bæði þjóðkirkjuprestar og kaþólskir einstaklingar.

Ég tek skýrt fram að í eftirfarandi ummælum tala ég sem kaþólskur maður, en afstaða okkar er ein og söm og Orþodoxakirkjunnar. Meginþorri kristinna manna tilheyrir þessum tveimur kirkjudeildum og þær kirkjudeildir sem vaxa hraðast í heiminum í dag eru rómversk kaþólska kirkjan og hvítasunnuhreyfingin innan mótmælendakirknanna, einkum í Austurlöndum fjær (Kóreu og Kína). Í afstöðu sinni til hómósexualisma eru þær einhuga: Hann er synd in ipso sem verknaður.

Ég verð að játa að ég kannast ekki við að kynvillingar hafi búið í sérstökum borgum hér áður fyrrum, En mörg ljót verk hefur kirkjan unnið í aldanna rás. Áttræðum manni hefur gefist fleiri tækifæri til að fremja afglöp en tvítugum. Iðulega erum við kaþólskir menn spurðir að því, hvernig í ósköpum við getum tilheyrt kirkju sem hefur framið svo mörg illdæði. Þá ber að svara því svo til, að hvers vegna í ósköpunum búa Þjóðverjar í Þýskalandi. Ættu þeir ekki fremur að afsala sér vegabréfinu og flytja úr landi í ljósi illvirkja nasista? Eiga Íslendingar að hætta að telja sog slíka vegna þess að konum var forðum drekkt í pokum á Þingvöllum?

Meginmálið er þetta: Er það synd að halda fram hjá konu sinni eða ekki. Er það synd að myrða mann. Er það synd að leggjast með karlmanni? Kirkjan segir já og byggir kenningu sína á boðorðum Krists. Þetta felur þó alls ekki í sér að hún hreki syndugan mann úr faðmi sínum. Tökum sem dæmi ólánsama móðir sem gengist hefur undir fóstureyðingu. Kirkjan segir henni að hún hafi drýgt dauðasynd, en veitir henni syndafyrirgefningu og leggur málið í hendur almiskunnsams Guðs. Hún gefur konunni sama svarið og Kristur gaf konunni sem drýgði hórdóma: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar“ (Jh 8. 11).

Sjálfur þekki ég samkynhneigt fólk. Þetta er hið mætasta fólk og á allt gott skilið. En vinur er sá er til vamms segir. Ef það spyr mig hver afstaða kirkjunnar er til samkynheigðra svara ég til samræmis við þann sannleika sem ég þekki bestan, en ég þröngva ekki skoðunum mínum upp á það. Samkynhneigð er ekki synd, heldur verknaðurinn in ipso (í sjálfum sér).

Að lokum þetta. Rómverska kirkjan og Rétttrúnaðarkirkjan munu aldrei allt til endatímans heimila vígslu einstaklinga af sama kyni. Hjónabandið er eitt sakramentanna sjö og heilagt. Í flestum löndum Evrópu er sá háttur hafður á að hjónabandsvígslunni er tvískipt. Annars vegar er um borgaralega athöfn að ræða, hins vegar kirkjulega vígslu, gjarnan viku síðar. Borgaralegum yfirvöldum er heimilt að votta sambúð tveggja einstaklinga af sama kyni ef landslög kveða á um slíkt. Kirkjan samþykkir það hins vegar ekki og mun aldrei gera.

Að lokum hvet ég þig til að lesa tíunda kaflann í Hjarta veruleikans á Vefritum Karmels sem þú finnur á þessum vef. Þar sérð þú svart á hvítu hversu hörðum orðum hl. Katrín frá Síena gagnrýndi kirkjuna og hún er kirkjufræðari.

Guðmundur! Ég óska þér alls velfarnaðar og þú njótir ljóss á lífs þíns vegum.

28.01.06 @ 16:08
Athugasemd from: Guðmundur Jónsson
Guðmundur Jónsson

Ég verð að játa að ég kannast ekki við að kynvillingar hafi búið í sérstökum borgum hér áður fyrrum.

Ég átti nú reyndar við Sódómu. Var henni ekki m.a. eytt vegna þess að þar bjuggu nokkrir “kynvillingar"?

Hvernig er það annars, hvers vegna hefur Guðinn ykkar ekki gripið til svo róttækra aðgerða undanfarið eins og íbúar þeirrar borgar, börn og ófædd fóstur þar á meðal, máttu þola af hendi Hans? Af nógu sýnist manni að taka og “kynvillan” breiðst gífurlega út síðan…

28.01.06 @ 20:54
Jón Valur Jensson

Ég þakka bróður Jóni Rafni góðan og kröftugan vitnisburð og málflutning í þessari grein – og ekki síðri í athugasemd hans hér á undan.

“Biskup Íslands má þó eiga það að hann styður að stæðstum hluta réttindi samkynhneigðra, t.d. eins og þau birtast í stjórnarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar,” segir Guðmundur hér ofar. En hvergi mun biskupinn hafa gefið til kynna, að hann styðji stærstu málin þar, þ.e.a.s. frumættleiðingu homma og lesbía á börnum né tæknifrjóvgun lesbía, enda engin efni til þess. – “Biskupinn hefur velþóknun á blessunum samkynhneigðra para í kirkjum landsins,” segir GJ ennfremur. Ekki man ég til slíkra yfirlýsinga hans, og því síður hefur heyrzt, að hann stundi slíkar blessanir sjálfur, enda hefur enginn prestur í þjónustu Krists umboð til slíks.

Trúfélögunum 20 (fyrir utan fjögur þeirra) ásamt kaþólsku kirkjunni, sem er sama sinnis, tilheyra 11.290 manns í árslok 2005. Þau fjögur, sem ekki eru talin hér með, eru Hjálpræðisherinn, Samfélagið Hörgshlíð 12, samfélagið Akurinn og Vinyard, kristið samfélag. Í raun eru nær engin kristin trúfélög utan þessa samkirkjuhóps nema Fríkirkjurnar í Rvík og Hafnarfirði og Óháði söfnuðurinn. (Um afstöðu Boðunarkirkjunnar vitum við ekki, teljum hana þó á okkar bandi.) – Og svo er það Þjóðkirkjan, með 84% landsmanna innan sinna vébanda: ekki var unnt að leita til hennar varðandi yfirlýsingu okkar, þar sem hún er og verður með málið í vinnslu til haustsins 2007. – En samráð og eining þessara sjálfstæðu trúarsamfélaga er mikið fagnaðarefni. Og ef litið er til heimskirkjunnar, þá eru kaþólska kirkjan og þær orþódoxu einar sér með um 63% kristinna manna innan sinna vébanda; í báðum þessum heimssamfélögum er eining um að blessa ekki samvist hómósexúalista, gifta þá ekki né leyfa þeim að taka prestsvígslu. Um þetta er Ritningin svo skýr, að kristnum mönnum leyfist ekki að brjóta gegn vilja Guðs í því efni, sama hvernig veröldin lætur. Og við fögnum því, að svo margir eru sama sinnis og gömlu höfuðkirkjurnar okkar og hræðast ekki að bera trú sinni vitni – bæði fólk í Þjóðkirkjunni og velflestir frjálsu söfnuðirnir á Íslandi

Að lokum: Nei, Guðmundur, stjórnmálamennirnir hafa ekki kynnt sér málin nógu vel og þess vegna komizt að annarri niðurstöðu en við, heldur var vísvitandi reynt að blekkja þá – kné m.a.s. látið fylgja kviði með því að beita viðkomandi ráðherra þrýstingi, sem leiddi til þess, að þeir létu undan. Sic transit gloria mundi.

28.01.06 @ 21:28
Athugasemd from: Grétar Einarsson
Grétar Einarsson

Ég vil benda á að það eru án efa nokkuð margar milljónir homma og lesbía sem játa kaþólska trú og sækja sína kirkju. Sjálfur þekki ég nokkur pör sem slíkt gera.
Það er rétt að eftirfarandi komi fram:
1.Prestar innan þjóðkirkjunnar hafa blessað sambönd homma og lesbía. Biskup íslands hefur verið jákvæður fyrir því.
2 Biskup íslands hefur fagnað réttarbótum til handa hommum og lesbíum oftar en einu sinni og boðið okkur velkomin í samfélag kirkjunnar.
2.Hann hefur ekki tjáð sig andvígan þeim réttindum sem fram koma í stjórnarfrumvarpinu heldur einungis þingmannafrumvarpi Guðrúnar Ögmundsdóttur um hjónavígslu/hjónaband, homma og lesbía (sem jafngildu hinu gagnk.hn. hjónabandi). Að öðru leiti verður ekki betur séð en að hann styðji frumvarp ríkisstjórnarinnar.
3.Biskup hefur líst því að hann hafi ekkert á móti því að vígja homma eða lesbíu sem presta. Með öðrum orðum trúarlegan, andlegan og siðferðilegan leiðtoga safnaðarins sem m.a. mun sjá um fermingarfræðslu og fermingu, skírn, giftingu, og greftrun, sáluhjálp o.fl. Hannn treystir okkur því fullkomlega til þessara hluta.
4.Biskup hefur vísað á bug andúð gegn samkynhneigðum sem rökstudd eru með biblílegum eða kristnum rökum.

28.01.06 @ 23:08
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Við Jón Rafn erum ekki að lýsa neinni andúð á samkynhneigðum með því, sem við höfum þurft að skrifa um þessi mál. Þvert á móti viljum við hjálpa þessu fólki í stað þess að horfa upp á, að vantrúin og veraldarhyggjan staðfesti það í villu síns vegar. – Þegar kærleiksfullur Guð segir NEI, er það líka af kærleika gert, en hann minnir á möguleika hvers manns á lausn og helgun (I.Kor.6.11), en skilyrðið er iðrun og hreinsun syndanna.

Af orðum Karls biskups í Fréttablaðinu 18. nóv. 2005 verður ekki séð að hann styðji frumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar sagði hann: “Við þurfum að horfa á barnið. Réttur þess til lífs og gæða og ástar og umönnunar og öryggis er aðalatriðið, en ekki réttur einhvers til að eiga börn. Mikilvægt er að velferð barnsins sé höfð í fyrirrúmi.” – Þetta var greinileg athugasemd biskups við þá vanhugsuðu ákvörðun ráðherra að taka frumættleiðingu homma og lesbía á börnum inn í frumvarpið, þannig að orð Gests hér ofar standast ekki. En vel skal þetta líta út, það sést á viðleitni Gests, og ekki leynir sér, að honum finnst sannleiksvitnisburður okkar Jóns Rafns skjóta nógu miklum efasemdum í brjóst óákveðinna lesenda til þess að hann sjálfur (GE) verði að ómaka sig til að svara okkur.

En aldrei hef ég, kaþólskur maðurinn, haldið því fram, að lútherskur biskup sé í einu og öllu óskeikull (sbr. þau mistök Karls að leyfa ‘blessunina’ og prestsvígslu virkra homma og lesbía). Ég hlýt hins vegar að vekja athygli á því, þegar ég sé hómósexúalista fara rangt með málflutning hans og ætla honum meiningar þeim sjálfum í vil, meiningar sem eru fjarri orðum hans og yfirlýsingum.

Í póstinum mínum hér á undan átti næstsíðasta klausan að enda svona: bæði fólk í Þjóðkirkjunni og velflestir frjálsu söfnuðirnir á Íslandi. (Ritstj. má laga þetta.)

28.01.06 @ 23:59
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

PS. Hin tilvitnuðu orð Karls biskups um heill og velferð barnsins voru beinlinis töluð í sambandi við nýframkomið stjórnarfrumvarpið um réttarstöðu samkynhneigðra í nóv. Hann fagnaði þar [vissum] réttarbótum, en gerði þó þessa athugasemd, sem reitti svo Súsönnu Svavarsdóttur til reiði í pistli hennar nokkrum dögum síðar. Var hún að misskilja hann? Nei, en hún fór hins vegar bæði afvega og offari í þeim fordæmandi skrifum sínum.

29.01.06 @ 00:06
Athugasemd from: Grétar Einarsson
Grétar Einarsson

Hvar í ósköpunum fer ég rangt með málflutning biskups? Ég fæ nú ekki séð að þessi orð biskups sé sérstaklega beint gegn samk.hn. Ég held að allir séu sammála þessu og þar á meðal samk.hn. Enda alveg klárt að þær ströngu reglur sem gilda um ættleiðingar eru í fullu gildi hvernig sem á málið er litið. En hver leggur sinn skilning í þessi orð sem fleiri.Félagsmálaráðherra leit svo sannarlega á málið þannig í ræðu sinni á GP í sumar að hér væri um hamingju og heill barna að ræða en ekki þeirra sem ættleiða þau.

29.01.06 @ 00:23
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Heill og hagur barna krefst þess, að stjórnvöld láti ekki ættleiða þau til homma- né lesbíupara, það er fjölmargt sem mælir gegn þeim sem heppilegum uppalendum. Og takið eftir, að Grétar sniðgekk orð mín um Súsönnu, sem hafði þó réttilega tekið orð Karls biskups á þann veg, að hann væri að setja stórt spurningamerki við tillögur um að leyfa ættleiðingu barna til samkynhneigðra.

En hví vakir Grétar yfir þessum pistli, bróðir Jón? Ekki aðeins er hann sannleiksþjónustu okkar sárreiður, heldur annt um að þyrla upp sínu ryki í kringum þau sannindi, svo að sem fæstir beri kennsl á þau. Og ekki ætti Grétar að láta sem hann standi heill með Karli biskupi – Grétar er einn aðalmaður hópsins Á.S.T. (áhugahóps um samkynhneigð og trúmál) sem stóð í því að mistúlka og fordæma orð Karls biskups um sorphauga sögunnar – orð, sem voru einfaldlega meint þannig, að biskup var að segja, að menn væru að varpa hefðbundnu, kristnu hjónabandi fyrir róða, ef tekin yrði upp hjonavígsla homma og lesbía. (Sbr. líka grein sr. Sigurðar Pálssonar í Mbl. föstud.27. jan. 2006.)

29.01.06 @ 00:46
Athugasemd from: Grétar Einarsson
Grétar Einarsson

Ég stend nú bara við orð mín hér að ofan og annað sem ég rita, segi og stend fyrir alveg eins og þið herramenn. Ekki tel ég ástæðu til að útskýra orð mín frekar. En nú er áliðið mjög. Ég óska ykkur góðrar nætur og hef ykkur í bænum mínum og bið Guð að gæta ykkar og leiða og láta ykkur sjá hverja villu sem á vegi ykkar kann að verða.

29.01.06 @ 00:58
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Grétar, bróðir minn, ég bið fyrir þér og þinni bæn, að hún finni veg náðarinnar og vilja Guðs, að Heilagur Andi megi upplýsa hugskot þitt og beygja sérhverja hugsun þína til þjónustu við hann. Biðjið með mér, bræður og systur, fyrir öllum þeim sem villir fara og þurfandi eru fyrir ljós sannleika og náðar Guðs. Domine Deus, exaudi nos, et miserere nobis peccatoribus. Emitte lucem tuam et veritatem tuam, et parce populo tuo islandico in diebus istis probationis nostræ. Verið öll Guði falin. Í nafni Guðs Föður, Sonar og Heilags Anda. Amen.

29.01.06 @ 01:15
Athugasemd from: Guðmundur Jónsson skrifstofumaður, Reykjavík
Guðmundur Jónsson skrifstofumaður, Reykjavík

Það er rétt sem Jón Valur segir (aldrei þessu vant!) að biskup virðist blendinn í afstöðu sinni til tveggja atriða stjórnarfrumvarpsins. Að öðru leiti en því sem lítur að þessum tveimur atriðum, sem og breytingartillögu GÖ, þá virðist hann þó styðja aðrar réttarbætur til handa hommum og lesbíum.

29.01.06 @ 01:16
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Aldrei þessu vant erum við Guðmundur sammála um það, hvernig lesa ber í ástand mála.

29.01.06 @ 01:45
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Nánar um mál Chris Kempling prófessors:

http://www.bcptl.org/rights.htm#Sept._15_2005

06.02.06 @ 11:48