« SANNLEIKSBÆN HEIL. KATRÍNAR FRÁ SIENAEru konur ekki líka menn? »

29.07.07

  10:16:19, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 997 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Um helgrímu dauðamenningar veraldarhyggjunnar og sannleika Orðs Guðs

Aðsent bréf Grétars Einarssonar hér að neðan krefst nánari umfjöllunar. Í uppafi segir hann: „Þetta er nú alveg hárrétt; að þrenninguna á að skrifa með stórum staf,“ sem hann skrifar síðan með litlum staf!!! Hann segir síðan: „Þá verð ég að viðurkenna að mér þykir ásjóna páfa vera sem helgríma karlægrar hómófóbískrar gagnkynhneigðarrembu.“ Ég vænti þess að hann rökstyðji þessa afstöðu sína nánar, ef taka á hann alvarlega. Vafalaust höfum við félagarnir nú þegar svarað þessum fullyrðingum að stórum hluta hér á Kirkjunetinu.

Hann sér ekki samhengið á milli áróðurs fyrir hómósexualisma (og lesbíudálæti), ofsafengis femínisma veraldarhyggjunnar og dauðamenningar hennar. Ekkert verður til af sjálfu sér heldur á það sér hugmyndafræðilegar forsendur. Dauðamenningu veraldarhyggjunnar má rekja með eftirfarandi yfirliti yfir arkitekta eða kenningarsmiði hennar:

Innan heimspekinnar: Hegel, Feurebach, Schopenhauer og Nietzsche.

Meðal dýrkenda viljahyggjunnar:
Malthus, Galton, Darwin og Ernst Haeckel.

Meðal veraldlegra draumsýnarmanna (úþiópíuista):
Friedric Engel, Karl Marx, Agust Comte, Stalín og Hitler.

Meðal exístentíalista guðsafneitunar:
Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir og Elisabeth Badinter.

Meðal lostahyggjusinna:
Sigmund Freud og Wilhelm Reich.

Meðal kynlífsóraboðenda:
Alfred Kinsley, Maragret Sanger og Alan Gutmacher.

Meðal postula líknarmorða:
Derek Humphry, Jack Kveorkian og Peter Singer.

Þessi listi er fjarri því að vera tæmandi; hér er aðeins tæpt á örfáum einstaklingum þessa ófagnaðarerindis dauðamenningarinnar.

Ungur maður sem nú er orðinn kaþólskur sat í guðfræðideild HÍ um eins árs skeið. Hann sagði að það hefði ekki skipt neinu máli hvaða mál voru tekin til umræðu. Eftir um það bið tíu mínútur hafi allt snúist um samkynhneigð og femínisma af róttækari „sortinni,“ það er að segja sem rekja má til Margrétar Sanger og „rétts“ konunnar yfir eigin líkama og til að deyða fóstur. Þetta er dauðamenningin holdi klædd!!!

Veraldarhyggjan hefur fyrirkomið milljarði ófæddra barna á tveimur áratugum. Glæpir þeirra Stalíns, Hitlers, Pol Pots og kínversku mannníðinganna fölnar í þessum samanburði, en þeir eru taldir hafa fyrirkomið um 200 milljónum manna.

Iðulega núa guðleysingjar kirkjunni því um nasir að hafa myrt fólk á miðöldum sem þeir kalla „hinar svörtu miðaldir.“ Ekki skal halda uppi hér vörnum fyrir mannníðinga úr röðum kirkjunnar þjóna, en iðulega og oftast voru það veraldlegir valdsmenn sem stóðu slíku að baki.

Í nútímasagnfræði (sem ekki virðist vera kennd við HÍ) hefur hugtakið „hinar myrku miðaldir“ verið fært aftur til 6. og 7. aldar sem leiddi af upplausn Rómaveldis og sífelldum innrásum „barbara“ inn í menningarheim fornaldar. Það var síðan kirkjan sem var eina stofnunin sem var þess megnug að endurvekja hina fornu siðmenningu. Þetta hófst þegar á 8. öld með stofnun klaustur- og kirkjuskóla sem þróuðust síðar í háskólana. Þannig stofnaði kaþólska kirkjan fyrstu 87 háskólana í Evrópu sem voru undir beinni vernd Páfastóls. Iðulega varð páfi að grípa inn í þróun mála þegar veraldlegir valdsmenn leituðust við að skerða akademískt frelsi prófessoranna og stúdentanna.

Í reynd er saga kirkjunnar svo glæsilegur ferill að sérhver kaþólskur einstaklingur getur verið stoltur af sögu hennar sem skapaði hámenningu úr rústum Rómaveldis. Sjálfir geta Íslendingar verið stoltir af kaþólskri menningu sem skapaði menningararf á heimsvísu einmitt á því tímaskeiði sem kirkjan var öflugust á Íslandi.

Í framtíðinni þegar menn lita um öxl verður tuttugasta öldin ásamt hugmyndafræði postula dauðamenningarinnar vafalaust talið eitt svartasta og dapurlegasta skeið mannkynssögunnar þar sem glæpir miðdaldamanna verða harla léttvægir á vogarskálum tölfræðinnar.

Femínismi frú Margrétar Sanger með skefjalausum fósturmorðum sínum og útbreiðslu kynóra á ekkert sameiginlegt með kenningum kristins dóms. Það er því dapurlegt að sjá hvernig kirkjunnar þjónar á Íslandi hafa sett upp þessa helgrímu sem byrgja þeim alla sýn til þess sem er „Vegurinn, sannleikurinn og lífið“ (Jh 14. 7). Einn illvöxtur hugmyndafræði kynóra Sangers og skoðanbræðra (og systra) hennar er eyðnin sem vafalaust hefur farið fram úr hennar björtustu vonum. Hana má rekja til taumlausra fýsna hins fallna manneðlis sem hefur gert hömlulaust kynlíf að „skurðgoði“ sínu til samræmis við hugvillur Alfreds Kinsley (samkynhneigð ekki undanskilin).

Það er afar barnalegt að ímynda sér að í heimi nútímans sé unnt að taka heilaga Ritningu og „lagfæra“ textann að ríkjandi nauðhyggju einstrengingslegra sjónarmiða hugmyndafræði sem dæmd er til að deyja vegna þess að hún sprettur upp af illsæði dauðans.

Ég bendi þeim sem vilja kynna sér niðurstöður sagnfræðinga nútímans betur á rit Thomas E. Woods, Jr., Ph. D.: „HOW THE CATHOLIC CHURCH BUILT WESTERN CIVILIZATION.“ Það fæst á amazon.com. Ég bendi einnig á rit þeirra Donalds de Marco og Benjamins Wikers: „ARCHITECTS OF THE CULTURE OF DEATH. Það er einnig fáanlegt á amazon.com.

Sá sem gleymir sögunni er dæmdur til að upplifa hana aftur. Fyrrum voru það ósiðmenntaðir barbarar sem lögðu hinn forna menningarheim í rúst. Nú eru það „barbarar“ dauðamenningar veraldarhyggjunnar sem gera atlögu að henni. Þeim til hrellings skal sagt að kirkjan – undir leiðsögn Benediktusar páfa XVI – mun ekki sofna á verðinum fremur en til forna.

No feedback yet