« Af hverju gefur Guð okkur ekki Mercedes Benz?Hinar þrjár freistingar Krists í eyðimörkinni »

12.02.08

  19:28:03, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 147 orð  
Flokkur: Helgir menn, Trúin og menningin

Um helgimyndir

„Það er staðreynd að jafnvel elstu katakomburnar (neðanjarðarhvelfingar), þar sem kristnir menn komu saman, voru skreyttar myndum af Kristi og helgum mönnum. Sá siður hefur verið við líði allt frá dögum frummanna að gera myndir af þeim sem þeim þótti vænt um og þeir mátu mikils, einkum látum mönnum. Svokallaðir 'myndbrjótar' vitna ævinlega í Gamla testamentið, sem banni slíka myndagerð. En í því sambandi gleymist þeim að lögmál Gamla testamentisins um guðsdýrkun féll úr gildi þegar hinn nýi sáttmáli kom til sögunnar...

Eftir að Guð hafði sjálfur látið 'ímynd' sína í Kristi ljóma í þessum heimi (sjá Kólossusbréfið) og boðað fyrir hann að tilbiðja skyldi Guð í 'anda og sannleika', var ekki lengur sama hætta á misnotkun mynda og áður. Hver einasti kaþólskur maður veit að menn heiðra ekki myndina sem mynd, heldur þann sem hún sýnir."

(Úr bókinni Vegurinn Sannleikurinn og lífið eftir Krenzer. Útg. KKÍ, Reykjavík 1981)

No feedback yet