« Þrengingin mikla - hreinsunareldurinnPakistan: Ungur kristinn maður ásakaður um guðlast deyr í varðhaldi »

30.10.09

  22:23:49, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 167 orð  
Flokkur: Dulhyggja, Bænir

Um nafnið „Rósakrans“

„Með öllum þjóðum, sem þekktu rósina, var hún tákn ástar og kærleika. Krossfarar fluttu persneska skáldverkið 'Gulistan' með sér til Vesturlanda. Á öndverðri 13. öld varð ljóðið alþekkt meðal aðalsmanna í frönsku gerðinni 'Roman de la Rose'. Ljóðið lýsir ástinni á myndrænan hátt sem gönguför inn í fagran rósagarð.“

„Er almenn menntun hirðfólks jókst voru mansöngvar oft nefndir 'Rosarium' og hirðmeyjar gáfu riddurum sínum 'blómsveiga úr rósum'. Það er því ekki að undra þótt mansöngvum, sem ortir voru til heilagrar Guðsmóður, væri einnig gefið þetta nafn: Rosaria.

Hins vegar sætir nokkurri furðu að einföld bænagerð almúgans, sem upprunnin er frá Karþúsamunkum í Trier, skyldi hljóta þetta nafn, sem upphaflega var aðeins notað um listræn ljóð. Þetta bendir til þess að aðalsmaður, er vel var kunnur bænahaldi fólks í Rínarlöndum, hafi sett bænina saman.“

Svo segir í ritinu Rósakransinn (*). Hér fyrir aftan er svo þriðja og síðasta YouTube myndbandið þar sem Carolyn Morrison rekur upphaf og tilurð rósakransins.

[youtube]QE_5yUq3XZQ[/youtube]

(*) Rósakransinn. Útg. Kaþólska kirkjan á Íslandi 1978. Hjalti Þorkelsson tók saman.

No feedback yet