« Zontakonur minnast Nonna - sýning opin til áramótaUm friðarboðskap kristninnar - 4. hluti - höfnun drambsins »

16.11.07

  18:46:24, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 121 orð  
Flokkur: Trúin og menningin

Þýskir Jesúítar minnast Nonna

Jón Sveinsson - Nonni fæddist hinn 16. nóvember 1857 á þeim degi sem eins og kunnugt er hefur verið valinn dagur íslenskrar tungu og Jónas Hallgrímsson fæddist á 50 árum fyrr árið 1807. Í ár eru því 150 ár liðin frá fæðingu Nonna. Hann gekk í Jesúítaregluna 22. ágúst 1878 og lést í Köln 16. október árið 1944. Þýskir Jesúítar minntust Nonna í dag með sérstakri þakkargjörðarmessu í St. Fanziskus-Hospital í Köln svo sem sjá má á vefsetri þeirra hér: http://www.jesuiten.org/aktuell/index.htm. Nonni ritaði flestar bækur sínar á þýsku en þær náðu mikilli útbreiðslu og hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál. Kvikmynd byggð á þekktasta verki hans "Nonni og Manni" var gerð árið 1988.

2 athugasemdir

Athugasemd from: Gunnar Ingibergsson  
Gunnar Ingibergsson

Er Jón Sveinsson ekki eini Íslendingur
sem hefur gengið í Jesúíta regluna?

16.11.07 @ 19:44
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Nei, bróðir hans Manni gekk líka í hana en hann dó ungur. Alfreð biskup Jolson heitinn sem dó 1994 átti íslenskan afa, Guðmund Hjaltason. Fleiri er mér ekki kunnugt um en vera má að þeir séu einhverjir.

19.11.07 @ 19:52