« Zontakonur minnast Nonna - sýning opin til áramóta | Um friðarboðskap kristninnar - 4. hluti - höfnun drambsins » |
Jón Sveinsson - Nonni fæddist hinn 16. nóvember 1857 á þeim degi sem eins og kunnugt er hefur verið valinn dagur íslenskrar tungu og Jónas Hallgrímsson fæddist á 50 árum fyrr árið 1807. Í ár eru því 150 ár liðin frá fæðingu Nonna. Hann gekk í Jesúítaregluna 22. ágúst 1878 og lést í Köln 16. október árið 1944. Þýskir Jesúítar minntust Nonna í dag með sérstakri þakkargjörðarmessu í St. Fanziskus-Hospital í Köln svo sem sjá má á vefsetri þeirra hér: http://www.jesuiten.org/aktuell/index.htm. Nonni ritaði flestar bækur sínar á þýsku en þær náðu mikilli útbreiðslu og hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál. Kvikmynd byggð á þekktasta verki hans "Nonni og Manni" var gerð árið 1988.
Er Jón Sveinsson ekki eini Íslendingur
sem hefur gengið í Jesúíta regluna?
Nei, bróðir hans Manni gekk líka í hana en hann dó ungur. Alfreð biskup Jolson heitinn sem dó 1994 átti íslenskan afa, Guðmund Hjaltason. Fleiri er mér ekki kunnugt um en vera má að þeir séu einhverjir.