« Írland: Umræða um hjónabandið nauðsynlegMiskunnarrósakransinn - 2. hluti »

15.07.07

  09:45:25, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 176 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Tveir nýir prestar til starfa í Reykjavíkurbiskupsdæmi

Kaþólska kirkjublaðið greinir frá því að tveir nýir prestar muni bætast við hið kaþólska Reykjavíkurbiskupsdæmi á þessu ári. Það eru þeir Jakub Budkiewics og kapúsíninn Krispin Vladimir Nociar. Jakub Budkiewics var vígður 7. júlí í kaþólsku dómkirkjunni í Reykjavík. Hann syngur fyrstu messur sínar 29. júlí í Maríukirkju Breiðholti og í kaþólsku dómkirkjunni. Að því loknu tekur hann við starfi sem aðstoðarprestur í Maríukirkjusókn.

Krispin Vladimir Nociar er ungur kapúsíni frá Slóvakíu, sem var vígður til prests 15. september 2004. Hann vann regluheit árið 2000, lagði stund á nám og lauk magistersgráðu frá háskóla páfagarðs í Róm. Frá því í september á þessu ári mun hann stjórna hinu nýja samfélagi kapúsína á Reyðarfirði og verður samtímis aðstoðarmaður við stjórn hinnar nýstofnuðu sóknar heilags Þorláks þar.

Heimild: Kaþólska kirkjublaðið 7.-8. tbl. 17. árg. júlí-ág. 2007, bls. 6.

No feedback yet