« Ritningarlesturinn 12. október 20064. Þróun guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú frá dulúð til almennrar guðrækni í kirkjunni. »

11.10.06

  15:47:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 447 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Tvær villur fara ávallt saman

Kevin Knight skrifar á New Advent þann 10. október:

Nokkrum mánuðum eftir að deilan um skopmyndirnar stóð sem hæst, er nú aftur tekið að hitna í kolunum í Danmörku. Hópur pörupilta í Danska þjóðarflokknum gerðu vídeóupptöku til að niðra múslima og Múhammeð. Vídeómyndin barst til sjónvarpsstöðvanna og í fréttirnar og fyllti múslima um allan heim ofsalegri bræði og allt bendir til þess að ástandið eigi eftir að versna á komandi dögum.

Hvoru megin eigum við að skipa okkur. C. S. Lewis býður okkur upp á svarið sem viðvörun:

Djöfullinn sendir tælinguna ávallt í heiminn í tvenns konar mynd – sem andhverfur. Og hann hvetur okkur ávallt til þess að verja miklum tíma til að hugsa um það hver þeirra sé verri. Að sjálfsögðu sjáið þið þetta? Hann treystir því að vanþóknun á annarri þeirra laði okkur smám saman að hinni.

Í fornkirkjunni var þetta Nestoríanismi gegn Eineðliskenningunni. Á síðastliðinni öld kommúnismi gegn nasismanum. Og árið 2006 – og líklega árið 2056 – Íslam gegn veraldarhyggjunni.

Þeir sem hafa sérstaka vanþóknun á veraldarhyggjunni freistast til að gleyma því að hvenær sem Íslam verður ráðandi afl í einhverri menningu, þá felur hann í sér óvenjulega illa hulið ofbeldi og kúgun (ef þið trúið mér ekki, teljið þá fjölda kirkna í Sádi-Arabíu og margfaldið hann með fjölda þeirra gagnrýnenda sem í raun og veru lásu fyrirlestur Benedikts páfa í Regensburg í heild).

Þeir sem hafa sérstaka vanþóknun á Íslam gætu freistast til að afsaka beiskju okkar eigin veraldlegu menningar, einkum þegar hún er gegnsýrð af kvenfyrirlitningu (getnaðarvarnir og klámiðnaður) og á saklausum börnum (skilnaðir og fósturdeyðingar). Jafn skelfileg og hryðjuverk eru blikna þau í samanburði við barnamorðin. Þeim getur auðveldlega sést yfir mikilvægi baráttu múslimskra vina okkar fyrir réttlæti Guðs.

Örvæntið ekki þrátt fyrir þetta. C. S. Lewis bendir okkur jafnframt á lausnina:

Látið ekki blekkjast. Við verðum að horfa á takmarkið og ganga beina leið mitt á milli þessara tælinga.

Eða með öðrum orðum: Rétt trú. Beint á milli beggja þessara tælinga sökum náðar Krists undir leiðsögn kirkjunnar. Ef okkur auðnast þetta og okkur lærist að boða báðum andhverfunum fagnaðarerindið reynist okkur auðvelt að ráða fram úr núverandi ástandi í Danmörku og þjóna Guði á þeim örlagatímum sem þessi öld leiðir í ljós með skuggum sínum.

8 athugasemdir

Athugasemd from: Magnús Ingi Sigmundsson
Magnús Ingi Sigmundsson

Þetta er mikil speki hjá Lewis og þegar maður hugsar um það þá hefur maður nú oft fallið í þessa gryfju sjálfur.

12.10.06 @ 10:53
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er hinn gullni meðalvegur náðar Krists sem þarf að þræða milli þessara tveggja andstæðna og öfgafullu póla. Nú blasir við mikill þrýstingur bæði frá róttækum öflum innan islam og einnig frá ágengri veraldarhyggju sem birtist í ýmsum myndum. Þessi dæmi frá Danmörku sýna að því miður virðist fátt geta komið í veg fyrir að þessum öflum lendi saman og þeim árekstrum eigi eftir að fjölga. Eitt af því sem þarf að varast í þessu sambandi er að vera ranglega talinn tilheyra öðrum flokknum, líkt og kom fyrir Benedikt páfa á dögunum. Dæmi um slíkan rugling má t.d. sjá hérna: [Tengill]

12.10.06 @ 18:40
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Leið sú sem Lewis bendir á í náð Krists er sannleikurinn að mínu mati í ljósi eigin reynslu. Ég minnst á þrennt í þessu sambandi:

(1). Þegar ég stóð frammi fyrir ofnunum í Auschwitz í Póllandi forðum daga sannfærðist ég um að þeir menn sem voru þarna að verki væru undir stjórn illra anda. Sú villimennska sem blasti þar við sjónum var ekki af mennskum uppruna.

(2). Þegar ég heyrði um spádóm Guðsmóðurinnar í Fatíma um hrun Sovétríkjanna á sjöunda áratugnum og prestur gaf mér síðar bænakort Jóhannesar Páls páfa II með mynd af Guðsmóðurinni frá Kazan ásamt bæn fyrir Rússlandi, kom það mér ekki svo mjög á óvart lengur að Sovétríkin skildu liðast í sundur á þeim tíma sem hún sagði fyrir um (1989).

(3). Menning sem iðkar barnamorð af slíku æði að bæði illivirki Heródesar og nasismans fölna er blinduð af illum öndum.

Því ættu allir kaþólikkar að ákalla Guðsmóðurina með eftirfarandi bæn:

Alhelga Mey og Guðsmóðir. Bjarga okkur. Leið okkur sem Hin fyrsta lifandi sáttmálsörk hins Nýja sáttmála í gegnum illskuflóð hins illa með sama hætti og sáttmálsörk hins Gamla sáttmála þegar „vatnið stóð kyrrt og hófst upp sem veggur“ (sjá Jós 3. 16). Blinda Satan með náð loga elsku þinnar. Glæð náð loga elsku þinnar í hjörtum allra þeirra sem markaðir eru krossi heilags Sonar þíns.

12.10.06 @ 21:14
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Við þekkjum jafnframt þær lygar sem bornar hafa verið á hendur Píusar páfa XII í heimspressunni látlaust í 60 ár um að hann hafði látið sér hörmungar Annarrar styrjaldarinnar í léttu rúmi liggja. Nú nýverið gaf Paulist Press út bók Margherita Marchione: Crusade of Charity (Krossferð kærleikans). Hún er samin í ljósi bréfaskrifta hins heilaga Föður og persónulegra samskipta bæði við Gyðinga og önnur fórnardýr nasismans.

Niðurstöður Marchiones eru einfaldlega þessar: „Afneitun sögulegra staðreynda er eina svarið. Hvernig getur nokkur sakað Píus páfa XII um afskiptaleysi? Bók mín leiðir sannleikann í ljós og leggur fram sannanir um að hann tók fullan þátt í þjáningum fórnardýra nasismans.

Við þurfum sífellt að vera á varðbergi gagnvart þeim sem þjóna „föður lyginnar.“

Annað dæmi um slíkar sögulegar falsanir er mynd BBC um Benedikt páfa sem sýnd var í danska sjónvarpinu s. l. helgi. Þar er öllum staðreyndum snúið á haus og því haldið fram að páfi sé sérstakur talsmaður og verndari „barnaníðinga“ innan kirkjunnar. „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“

12.10.06 @ 21:49
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Nú þegar neysluhyggja veraldarhyggjunar (hedonisminn) hefur hertekið jólin er mikilvægt að hafa ábendingu Lewis einnig í huga. Hinn valkosturinn er að hafna jólunum að fullu og öllu, og það er það sem fjölmargir gera nú á dögum og flýja jafnvel landið yfir jólin. Hinn kristni boðskapur jólanna glatast þar með að fullu og öllu.

Þann 15. ágúst 1981 lagði Guðsmóðirin áherslu á mikilvægi föstunnar við Erzsbet Szanto:

Hvað varðar áhrifamátt föstunnar skulum við hafa í huga textann í Markúsarguðspjalli (9. 16-28). Lærisveinarnir gátu ekki kastað út illum anda og spurðu Drottin hvers vegna. Hann svaraði: „Þetta kyn (andar daufdumbu) verður eigi út rekið nema með bæn og föstu“ (Koina textinn).
Ljóst er að á okkar tímum er fjölmargt fólk þjakað af þessum öndum daufdumbunnar. Það verður á vegi okkar alls staðar í þjóðlífinu, fólk sem er daufdumba gagnvart orði Guðs. Af þessum sökum er fastan svo nauðsynleg á okkar tímum.

Hún biður fólk að fasta á mánudögum upp á vatn og brauð til klukkan 6 að kveldi, eða að öðrum kosti að biðja hinar fimm deildir Rósakransins fyrir þeim sálum sem dvelja í þjáningum hreinsunareldsins.

15.10.06 @ 14:35
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Gamalt íslenskt orð yfir aðventuna er ‘jólafasta’ og í boðun kirkjunnar er þessi tími frátekinn fyrir afneitun og íhugun. Ekki þó á sama hátt og í lönguföstu fyrir páska. En það verður að segjast að bragðið af jólasteikinni og jólasúkkulaðinu verður enn betra ef menn hafa neitað sér um þetta góðgæti næstu fjórar vikur á undan. ‘Fastið og biðjið’ er líka kjarninn í boðskap meyjarinnar í Meðugorje í Bosníu-Herzegovinu.

16.10.06 @ 20:43
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Það má segja hið sama um veisluhöldin á himnum sem verða mun ljúfari sálunum eftir föstuna á jörðu sem er afar framandi nautnahyggju (hedonisma) veraldarhyggjunnar, enda er slíkum ekki boðið til hennar vegna þess að þeir eru daufdumba gagnvart slíku boði.

Ef marka má auglýsingarnar eru þeir þegar byrjaðir að fagna jólunum sínum, enda magamálið guðið ásamt glóandi veigum.

16.10.06 @ 21:25
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Aftur að öfgunum: Það á ekki aðeins við, að tvær villur fari oft saman, heldur mæltu þeir gömlu: Extrema se tangunt : öfgarnar mætast (orðrétt: snerta hvorar aðrar). Það sjáum við t.d. í ofbeldisskyldleika nazisma og kommúnisma, alræðishneigð beggja stefnanna, guðleysi þeirra eða útblásinni mannhyggju/þjóðernishyggju/stétthyggju/flokkshyggju, m.m.

Sá frábærlega skýri og skemmtilegi höfundur Jacques Maritain (kaþólskur heimspekingur) kemur víða inn á þessa staðreynd, t.d. í Humanisme Integral (á ensku: True Humanism) og í litlu, en handhægu yfirlitsriti hans um sögu heimspekinnar, hvers titil ég man ekki í þessari andránni.

16.10.06 @ 21:29