« Vesturlönd afneita trúarlegum rótum sínumÍskyggileg fækkun fæðinga í Evrópu – og sérstaða Íra »

06.12.06

  21:02:31, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 415 orð  
Flokkur: Stofnfrumurannsóknir og tæknifrjóvgun (IVF)

Tvær nýjar fréttir um tvíræðni tæknifrjóvgunar

Nýjar fréttir, sem ekki hafa náð inn í íslenzka fjölmiðla, sjást nú á síðustu dögum á alþjóðavettvangi um tvíræðni tæknifrjóvgunar fyrir heilsu kvenna. Annars vegar bendir ýmislegt til, að inntaka sterkra frjósemislyfja, þ.e. sem þáttur í tæknifrjóvgun, geti skaðað möguleika kvenna til að geta nokkurn tímann eignazt börn. Og hins vegar er það komið í ljós í Ástralíu, að dauðsföll meðal barna getinna með tæknifrjóvgun eru tvöfalt hærri en í fæðingum almennt.

Um fyrri fréttina er fjallað í The Sunday Telegraph 2. þ.m. (í grein eftir Beezy Marsh, Health Correspondent). [1] "Þúsundir kvenna," segir þar, "sem taka stóra skammta af frjósemislyfjum, sem þátt í tæknifrjóvgunar-meðferð, geta í reynd verið að skemma fyrir möguleikum sínum til að geta eignazt börn upp frá því, segja læknar. – Nýjar rannsóknir benda til, að þegar menn treysta í sívaxandi mæli á svo sterk lyf, geta þeir verið að hindra konu í því að verða þunguð og skemmt egg hennar. Ráðstefna frjósemissérfræðinga, sem haldin verður í þessum mánuði (með þátttöku prófessors Bobs Edwards, "föður tæknifrjóvgunarinnar"), mun fara þess á leit við atvinnumenn á þessu sviði, að þeir endurskoði þessar aðferðir sínar. Nú segja sérfræðingarnir, að hormónar, sem notaðir eru til að "stuða eggjastokkana í gang" [2], gætu valdið litningaskaða á meira en helmingi eggja konunnar og gert þau gagnslaus. Meðferðin getur einnig haft áhrif á slímhúð legsins og hindrað þannig frumfóstur frá því að hreiðra um sig í legveggnum." Lausn kann þó að finnast á málinu með því að minnka skammtana af frjósemislyfjunum. (Sjá nánar alla fréttina í The Sunday Telegraph.)

Hin fréttin fjallar um, að dauðsföll meðal barna, sem getin eru með tæknifrjóvgun í Ástralíu, hafa reynzt nær tvöfalt fleiri en almennt gerist í fæðingum – nær eitt af hverjum 50 börnum, getnum með tæknifrjóvgun, er andvana fætt eða deyr innan mánaðar, samkvæmt nýjum tölum, sem birtar hafa verið. Sjá nánar á vefsíðu The West Australian, 30.11. 2006.

–––––––––––––––––––
[1] Á þessa frétt sá ég vísað á fréttasíðu Bioethics.com 4. þessa mánaðar.
[2] "Kickstart" the ovaries.
[3] Á þessa frétt sá ég vísað á fréttasíðu Bioethics.com 30. fyrra mánaðar.

6 athugasemdir

Matthías Ásgeirsson

HA, eruð þið líka á móti tæknifrjóvgunum?

07.12.06 @ 15:05
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Sjá þessa aths. mína.

Ég mun síðar í sérstakri grein ræða um tæknifrjóvganir almennt, um fyrirkomulag og siðferðislega stöðu þeirra, – en ekki á þessari vefslóð. Umræða hér á að einskoraðast við greinarefnið – það er það, sem felst í þeim tilmælum okkar Kirkjunetsmanna, að umræður eigi að vera málefnalegar. Þessi síða er sem sé ekki rabbklúbbur um allt milli himins og jarðar og landsins gagn og nauðsynjar.

09.12.06 @ 12:54
Matthías Ásgeirsson

Það er merkilegt að sjá hér umræður um þá vá að fæðingartíðni sé að lækka og svo strax í kjölfarið grein sem ekki er hægt að túlka á annan hátt en að tæknifrjóvganir séu óæskilegar eða neikvæðar.

Þetta er augljóslega þversögn.

10.12.06 @ 15:24
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Nýjustu lögin um tæknifrjóvganir, frá því í júní á þessu ári, fela vissulega í sér bæði óæskilega og mjög neikvæða hluti : dráp á fósturvísum, sem eru sjálfstætt, mannlegt líf. Þau lagaákvæði (um tæknifrjóvgun lesbía, 21. greinin þar) voru þó alveg í stíl við önnur lög, sem hér voru komin um tæknifrjóvganir.

Tilgangurinn helgar ekki meðalið – nema hjá þeim, sem þekkja ekki ósiðmæti athafna sinna eða eru reiðubúnir til að gera það, sem þeir vita að er ósiðlegt, til að ná tilgangi sínum, og skiptir þá ekki máli, hvort þar sé um meintan góðan tilgang að ræða eður ei. En í réttu siðferði helgar tilgangurinn ekki ill meðöl. Það er reyndar frumregla sem flestir viðurkenna a.m.k. í orði.

Matthías er beðinn að láta sér þetta svar nægja, við þurfum ekki fleiri yfirlýsingar hans um þetta mál, og sjálfur mun ég skrifa almenna grein um það síðar. Hér ber hins vegar að einskorða þessa umræðu við greinarefnið hér fyrir ofan. Þar að auki eiga Matthías og félagar eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum og svara orðum mínum og tilmælum (sáttarboði) frá í nótt á vefsíðunni Íslenzkukennsla …. Á meðan því hefur ekki verið svarað, verður þeim meinað að leggja inn fleiri pósta á mínar síður hér á Kirkjunetinu.

10.12.06 @ 15:59
Matthías Ásgeirsson

Þar að auki eiga Matthías og félagar eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum og svara orðum mínum og tilmælum (sáttarboði) frá í nótt á vefsíðunni Íslenzkukennsla … Á meðan því hefur ekki verið svarað, verður þeim meinað að leggja inn fleiri pósta á mínar síður hér á Kirkjunetinu.

Þú lokaðir fyrir athugasemdir við þá færslu. Ertu þroskahefur?

Af hverju er geimveran á krossinum spyr J eins og fáviti. Vegna þess að krossinn er vísun til kristni, sem við gagnrýnum. Geimveran er vísun til annarra hindurvitna, sem við gagnrýnum einnig.

Ég trúi ekki öðru en að aðrir pennar kirkju.net skammist sín dálítið fyrir Jón Val Jensson þessar stundirnar.

10.12.06 @ 17:34
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Það er ófagnaður að svona heimsóknum á þessa kristnu vefsíðu. Hafa menn ekki fengið nægan smjörþef af ófyrirleitnu götustráks-orðbragði M. þessa? En þarna staðfestir hann, að krossinn í háðsmerki Vantrúarnetsins “er vísun til kristni,” og ætli það dugi þeim ekki til málsóknar vegna smánunar krosstáknsins.

Á hinni vefslóðinni, sem M. vísaði til, bendi ég honum og félögum hans á að skrifa mér netpóst, þannig að þeir hafa alla möguleika á að koma til mín skilaboðum, ef einhver eru.

Þessari vefumræðu loka ég í bili, til að geta tekið á móti gestum á heimili mínu, óhræddur um að hingað berist óhroði á meðan. En Vantrúarmenn geta skrifað á önnur vefsetur en þetta, meðan þeir halda uppteknum hætti á heimaslóðum sínum.

10.12.06 @ 18:36
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution free blog software