« AltarissakramentiðVið þekkjum ríki Guðs á kærleikanum »

03.10.06

  21:43:11, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 99 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

"Þú ert Guð, sem sér."

Eitt sinn var drengur sem fór ásamt móður sinni, að heimsækja gamla konu. Þegar þau komu sýndi gamla konan þeim texta, sem hékk á veggnum. Þar stóð:

"Þú ert Guð, sem sér." (1M 16:13)

Gamla konan snéri sér að drengnum og spurði: "Sérðu þessi orð?"

"Já," svaraði drengurinn.

"Þessi orð merkja ekki að Guð sé stöðugt að fylgjast með því hvort þú sért að gera eitthvað rangt", hélt gamla konan áfram. "Nei, þessi orð þýða að Guð elskar þig svo mikið að hann getur ekki litið af þér."

No feedback yet