« Glæpurinn gegn mannkyninu – Kynþáttahyggjan og markviss fækkun jarðarbúaKaþólska fréttasjáin: Vikan 21. til 28. maí 2006 »

26.05.06

  22:15:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 565 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Trúarvakning í Frakklandi og Québec

26. maí 2006 (LifeSiteNews.com) - Frakkland sem eitt sinn var nefnt elsta dóttir kirkjunnar, er tekið að rumska af svefni doða efnishyggjunnar og sama gildir um dóttir þess: Québec. Frakkland og Québec hafa verið leiðandi í Evrópu og Norður Ameríku í dauðamenningunni, en nú eru áþreifanleg ummerki sýnilegrar vakningar að ræða. Það sem er meira um vert hefur Frakkland jafnvel uppgötvað vopnið gegn því sem Benedikt páfi nefnir „alræðisvald afstæðishyggjunnar.“

Nicolas Sarkozy, einhver mest áberandi stjórnmálamaðurinn í Frakklandi og líklegur frambjóðandi fyrir forsetakosningarnar 2007 hefur opinberlega brotið helgustu trúarsetningu veraldarhyggjunnar með því að hvetja lýðveldið til að styðja trúarbrögð með virkum og auðsæjum hætti. Í bók sem ber nafnið La République, les religions, l´espérance [Lýðveldið, trúin, vonin) hvetur hann til þess að goðsögn veraldarhyggjunnar í Frakklandi verði tekin til endurskoðunar og biður frekar um veraldleg stjórnvöld sem styðji trúarlífið í Frakklandi með fjárframlögum til að reisa kirkjur. Sarkozy segir að það sé tímabært að endurskoða núverandi lög frá 1905 sem aðskildu ríki og kirkju til að blása nýju lífi í æsku sem eigi sér engar hugsjónir.

Frakkland gengur nú í gegnum trúarvakningu sem felst í endurlífgaðri kaþólskri trúarvitund meðal fólks sem að mestu má rekja til sívaxandi fjölda nýrra trúarsamfélaga. Í Frakklandi hafa verið stofnuð meira en 100 ný karísmatísk samfélög á síðustu 30 árum. Til þessa má rekja hina nýju mótspyrnuhreyfingu gegn veraldarhyggjunni þar sem þessi endurnýjuðu samfélög draga fólk til Krists sem öðlast þannig kaþólska trúarvitund að nýju. Í viðtali við Dead Hudson hjá Morely Institute for Church and Culture sagði Rey biskup, einn leiðtoga vakningarinnar glaðlega: „Kirkjan er ekki dáin, hún sefur og það er mitt hlutverk að vekja hana.“

Vakningin og hið hægfara brotthvarf frá veraldarhyggjunni sem nú er að hefjast í Frakklandi varpar ljósi á það sem öðru vísi væri óútskýranlegt með öllu: Frakkland er með aðra hæstu fæðingartíðnina í Evrópubandalaginu. Í öðrum kaþólsku löndum, eins og Spáni og á Ítalíu, er hún einna lægst.

Núna þegar Frakkar eru teknir að manna götuvígin gegn „alræðisvaldi afstæðishyggjunnar“ getur þetta falið í sér vakningu fyrir dóttir þess: Québec. Í dag er þetta er fylki sem fyrrum var kaþólkst með hæstu skilnaðartíðnina í Kanada, mestan fjölda fóstureyðinga og flest lausaleiksbörn. Québec sem fram að kjöri Stephen Harpers fór því sem næst ávallt með æðstu embættin í stjórmálalífi Kanada varð að vöggu fóstureyðinga í landinu.

Engu að síður má sjá teikn umbreytinga í vændum þar sem meira en 10.000 kaþólskir Québecbúar komu saman síðasta laugardag til að vera við Colisée Pepsi, fjöldi sem ekki hefur sést síðustu tuttugu árin. Jorunal de Québec sem kallaði þá ‚hinn sanna her“ tóku þátt í sérstökum hátíðarhöldum sem stóðu yfir í 4 tíma í tilefni Evangelization 2000.

Skylt efni:

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér uppörvandi fréttir, bróðir.

26.05.06 @ 22:38
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Það gleðilegasta við þessa frétt er að í Fréttasjánni í s. l. viku tala Þjóðverjarnir um merkjanlega vakningu líka hjá sér í vaxandi kirkjusókn, fjölgun skírna og þeirra sem snúa að nýju til kirkjunnar og aukningar aðsókna í prestaskólum. Kannske er þetta upphaf Vorvindanna þýðu? Kannske á mærin Evrópa sér enn von eftir allt, alltént verður það ekki Brüssellobbýið sem kveikir á perunni.

27.05.06 @ 15:21