« SAMVISKANLEIÐIR TIL AÐ KOMAST TIL ÞEKKINGAR Á GUÐI »

01.05.06

  21:11:03, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 193 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Trú og vísindi

159. (283, 2293) Trú og vísindi: “Enda þótt trúin sé ofar skynseminni getur aldrei verið um að ræða neitt raunverulegt ósamræmi milli trúar og skynsemi. Úr því að það er hinn sami Guð sem setur í mannlegan huga ljós skynseminnar og opinberar leyndardóma og gefur trúna, getur Guð ekki afneitað sjálfum sér, og sömuleiðis getur sannleikur ekki andmælt sannleika.” [37] “Kerfisbundin rannsókn á öllum sviðum þekkingar, sé hún gerð á sannan vísindalegan hátt og virðir grunnreglur siðferðis, getur aldrei strítt á móti trúnni vegna þess að það sem heyrir til heiminum og það sem heyrir til trúnni á rætur að rekja til hins sama Guðs. Sá sem er auðmjúkur og þolinmóður í rannsóknum sínum á leyndarmálum náttúrunnar er á vissan hátt, þrátt fyrir hvað hann sjálfur gerir, svo að segja undir handleiðslu Guðs, því það er Guð, verndari allra hluta, sem gerði þá að því sem þeir eru.” [38]
__

37 Dei Filius 4: DS 3017.
38 GS 36 § 1.
__

Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

No feedback yet