« Heilög LúsíaMaximilian (Max) Kolbe »

17.04.08

  18:37:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 210 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Trú en ekki tilfinningar

Úr bókinni "Kraftaverk gerast" eftir Systur Briege McKenna.

Fólk kom til mín og sagði, "Ég finn ekki til neins í messunni. Hún er leiðinleg. Ég fæ miklu meira út úr því að fara á bænafundi þar sem allt er fullt af lífi og mér líður svo vel."

Ég svara alltaf, "Trú og tilfinningar eru tveir óskyldir hlutir. Það stendur hvergi í Biblíunni að Jesús segi, ,Tilfinningar þínar hafa bjargað þér' eða ,Þú læknast vegna tilfinninga þinna'." Hann hrósaði fólki vegna trúar þess. Trú er að trúa einhverju sem þú sérð ekki. Jesús sagði, "Blessaðir eru þeir sem sjá ekki en trúa þó."

Þetta er hin mikla áskorun fyrir okkur sem erum kaþólsk. Við getum ekki útskýrt altarissakramentið vegna þess að það er kraftaverk og leyndardómur. Það sem gildir er að trúa heldur í hjartanu frekar en að skilja í huganum. Tilfinningar gera Krist ekki viðstaddan í altarissakaramentinu. Það er máttur Heilags Anda, sem vinnur með tilstyrk vígðs prests, sem gerir Krist nærverandi meðal okkar í altarissakramentinu. Það getur verið að ég finni ekki til neins en Jesús er samt nærstaddur.

http://www.sisterbriege.com/

No feedback yet