« Almannaútvarpinu á að dreifa | 20. krossgangan að krossinum í Riftúni » |
Palu (AsiaNews). Þær fréttir voru að berast frá Indónesíu að þrír kaþólskir menn sem voru dæmdir til dauða fyrir þátttöku þeirra í uppþoti árið 2000 hafi verið teknir af lífi. Ýmsir mannréttindahópar, þeirra á meðal Amnesty International höfðu unnið í máli mannanna. Mennirnir höfðu óskað eftir því að fá að meðtaka sakramentin fyrir aftökuna en því var synjað.
Heimildir:
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=7280
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=6988
http://www.asianews.it/view.php?l=en&art=7279
Sjá NFS-fréttina Hörð átök vegna aftaka á Indónesíu.