« Heilög Margrét María AlacoqueHvað þýðir “kaþólskur”? »

17.05.08

  21:26:04, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 241 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Þríeinn Guð

Kafli úr bókinni "Kaþólskur siður" (1995).

(Bl. 28)

"……… Spurningin "Hver er Guð?" er grundvallarspurning sem menn bera alltaf upp þegar trúmál ber á góma og guðfræðin leitast alltaf við að svara.

Fremsta umfjöllunarefni Biblíunnar er að Guð opinberar sig mönnunum og þar með fylgir fremsta og hin algera sannfæring um að til sé einn Guð, að Guð sé einn. Þá sannfæringu tók kirkjan í arf frá gyðingum, og hinu sama er trúað í islam sem játar opinberum Guðs eins og hún er í Gamla testamentinu: "Heyr Ísrael! Drottinn er vor Guð, hann einn er Drottinn". Allt frá fyrstu öldum kirkjunnar hefur hún hvað eftir annað fundið ástæðu til að leggja áherslu á þá trú.

Guð er einn en ekki í stærðfræðilegum skilningi. Hann er kærleikur og það er hann í sjálfum sér. Kærleikur hans birtist í samfélagi við hann og milli manna. Í Gamla testamentinu eru hugmyndirnar um hann óljósar. Þar er talað um hina guðlegu visku og Anda Guðs eins og um persónur væri að ræða. Það er ekki fyrr en í Nýja testamentinu sem það er sagt ljósum orðum að samfundum við Guð fylgi "náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag Heilags anda."

Þessi nýi skilningur spratt upp af kynnum manna af Jesú Kristi. Guð opinberaði sig í Jesú. ………"

No feedback yet