« HJARTA KRISTS, ALTARI ALHEIMSINS – bæn Br. Davids Stendl-rast O.S.B.ÞRÁ EFTIR KRISTI – Bæn eftir Bernadínu frá Siena (d. 1444) »

19.01.07

  08:36:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 155 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

ÞRÁ EFTIR ANDA KRISTS – Stefano Fridolin (d. 1498)

sacred„heart_2

Himneski Faðir! Gjafir þínar okkur til handa eru fjölþættar, en ein þeirra felur í sér allar hinar. Þetta er Heilagur Andi, háleitust gjafa Guðs. Hjarta Jesú er verðugustu og hreinustu híbýli Heilags Anda. Hann dvelur þar ekki einungis vegna áhrifa náðarinnar eða tímabundið, eins og gegnir um aðra menn. Hann lifir þar með eðlislægum hætti, óaflátanlega og fullkomnlega í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og í öllum dyggðum hans án nokkurs ófullkomleika. Hann dvelur hér sífellt og að eilífu. Guð minn! Í skírninni og fermingunni sendir þú okkur Heilagan Anda til að gera sér bústað í sálum okkar. Gef að við hlustum sífellt á hann og verðum fúsir samverkamenn hans og hann verði samferðamaður okkar eigin anda þar til við munum lifa með þér að eilífu á himnum.

No feedback yet