« Ítarlegri umfjöllun um Kristsrósakrans hins Alhelga Hjarta JesúUm aðstreymi vatns náðarinnar til mannssálarinnar »

24.02.08

  08:49:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 316 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

Þorsti hins Alhelga Hjarta Jesú eftir mannssálunum – úr Andlegri erfðaskrá blessaðrar Teresu frá Kalkútta (1910-1997)

„Gef mér að drekka“

Orð Jesú „Mig þyrstir“ (Jh 19. 28) sem rituð eru á veggi kapella okkar eru ekki eitthvað úr fortíðinni heldur lifandi boðskapur – hér og nú – og þeim er beint til ykkar. Trúið þið þessu? Ef þið gerið það skiljið þið og skynjið nærveru hans. Látið hann vera jafn áþreifanlegan hið innra með ykkur eins og hvað varðar mig: Þetta er sú mesta gleði sem þið getið veitt mér. Ég mun leitast við að hjálpa ykkur til að skilja þetta, en Jesús er sá eini sem getur sagt við ykkur: „Mig þyrstir!“ Hlustið á ykkar eigið nafn. Og það ekki einu sinni. Á hverjum degi. Ef þið hlustið í hjörtum ykkar munið þið skilja þetta.

Hvers vegna sagði Jesús: „Mig þyrstir“? Hvað felst þessu að baki. Það er afar erfitt að koma að þessu orðum . . . Ef þið gætuð skilið einn og einfaldan hlut í þessu bréfi, látið hann þá vera þetta „Mig þyrstir“ sem eru enn djúpstæðari orð en ef Jesú hefði einfaldlega sagt: „Ég elska ykkur.“ Eins lengi og ykkur auðnast ekki að gera ykkur ljóst – og það með djúpum og innilegum hætti – að Jesú þyrstir eftir ykkur, þá getið þið alls ekki vitað hvað hann vill vera ykkur og hvað hann þráir að þið séuð honum.

Hjarta og sál Kærleikstrúboðanna felst einungis í þessu: Þorstanum eftir hjarta Jesú sem hulinn er í hinum snauðu. Það er þetta sem er kjarni alls lífs okkar. Þetta setur okkur fyrir sjónir takmark . . . og anda samfélags okkar. Að svala þorsta Jesú sem umlykur líf okkar er öll réttlæting tilvistar okkar og okkar eina takmark. Getum við sagt eitthvað meira en þetta um okkur sjálfar, það er að segja að þetta sé eina hlutverk lífs okkar?

No feedback yet