« Hólahátíð verður um helginaFangelsi postulanna opið ferðamönnum »

10.08.10

  19:00:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 161 orð  
Flokkur: Samkirkjuleg málefni, Trúin og menningin, Helgir staðir á Íslandi

Þorláksbúð í Skálholti endurreist

Sunnlenska fréttablaðið greindi frá því 5. ágúst sl. að uppbygging Þorláksbúðar í Skálholti væri langt komin. „Hlaðið er utan um fornu rústirnar þeim til verndar og í samráði við fornleifavernd. Þær munu verða sýnilegar innan byggingarinnar... Vonast er til að hægt verði að vígja Þorláksbúð í lok næsta árs eða í upphafi 2012.

Kristinn Ólason Skálholtsrektor sagði í samtali við blaðið að Þorláksbúð muni auka möguleika staðarins á að miðla fortíð Skálholts til gesta sinna. „Þar verði sett upp einfalt altari og jafnvel klukka. Þannig megi samræma sýningu á Þorláksbúð við nýtingu hennar fyrir litlar athafnir, s.s. samverustundir og kyrrðarsamveru.“

Á vef Skálholts kemur fram að rúst Þorláksbúðar sé í norðaustanverðum kirkjugarði í Skálholti. „Hús þetta mun hafa verið skemma en fyrir kom að það var notað til embættisgjörða svo sem á dögum Ögmundar biskups Pálssonar, er dómkirkjan brann.“

Heimildir:
Sunnlenska fréttablaðið 31. tbl. 20. árg. 5.8.2010 bls. 6.
Vefur Skálholts: www.skalholt.is

Visir.is kom með frétt um endurbygginguna í júlí sl. og er hana að finna hér.

No feedback yet