« Fréttamolar úr heimi kaþólsku kirkjunnar | Forsætisráðherra fer lofsamlegum orðum um kaþólsku kirkjuna í áramótaávarpi » |
Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretlands gekk í kaþólsku kirkjuna hinn 21. desember síðastliðinn. Það var Cormac Murphy-O'Connor kardínáli sem framkvæmdi athöfnina.
Blair hafði sótt messu reglulega ásamt konu sinni Cherie og börnum þeirra. Áhugi hans á kaþólskri trú hefur komið skýrt í ljós á undanförnum árum og orðrómur um hugsanleg skref hans í þessum málum blossuðu upp í júní síðastliðnum þegar hann hitti Benedikt páfa XVI á einkafundi rétt áður en hann sagði af sér embætti.
Nýjar tölur frá Bretlandi sýna að flestir af þeim sem sækja kirkju reglulega þar í landi eru kaþólskir. Um 860 þúsund kirkjugesta sækja kaþólskar messur en 852 þúsund sækja messur anglíkana. Þetta gerist þrátt fyrir að messusókn meðal kaþólskra hafi fallið úr um 2 milljónum á 7. áratugnum. Innflutningur fólks frá kaþólskum löndum hefur þó snúið þessari þróun eitthvað við. Kirkjusókn anglíkana hefur á sama tíma hrapað stöðugt.
(CWNews.com) http://www.cwnews.com/news/viewstory.cfm?recnum=55541