« „Fæðing Drottins“ | Dyggð og markaður » |
Skálholtskórinn og Kammerkór Akraness halda tónleika í Skálholtsdómkirkju sunnudagskvöldið 7. nóvember kl. 20. Flutt verður „a capella“ kórtónlist í minningu Jóns Arasonar biskups og sona hans Ara og Björns. Stjórnendur eru Jón Bjarnason organisti í Skálholtsprestakalli og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti á Akranesi. Tónleikarnir eru liður í „Safnahelgi á Suðurlandi“ og er aðgangur ókeypis.