« Önnur pílagrímsferð Kaþólska biskupsdæmisins til MaríulindarBæjarráð Árborgar gefur vilyrði fyrir lóð handa Kaþólsku kirkjunni á Selfossi »

24.06.12

  09:10:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 127 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Þögn ei meir - af lífsverndarbaráttu Vestanhafs

Einn af þeim hópum sem heyja baráttu í þágu lífsverndar Vestanhafs er hópur sem kallar sig Silent No More Awareness Campaign. Markmið þeirra er að ná til fólks sem er í sárum vegna fósturdeyðinga og hvetja það til að leita sér meðferðarúrræða.

Þeim sem það kjósa er einnig boðið að tjá sig opinberlega um afleiðingar fósturdeyðinganna. Ég hef séð svona frásagnir á EWTN sjónvarpsstöðinni og það eru áhrifamiklar en jafnframt átakanlegar sögur. Sjá má dæmi um eina svona frásögn á YouTube tenglinum hér að neðan. Viðkvæmir eru samt varaðir við þessu efni sem inniheldur sársaukafulla upprifjun um fósturdeyðingu. Vefsíða samtakanna er http://www.silentnomoreawareness.org/

YouTube tengillinn: http://www.youtube.com/watch?v=k-WhRuiSH5U

Ef þessi tengill er kallaður fram koma fram til hægri á síðunni tenglar á fleiri áþekkar frásagnir sem eru inni á YouTube.

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta er áhrifamikil frásögn, Ragnar, og lærdómsrík. Ekki þurfa menn að vera smeykir við að skoða myndbandið; þetta er ræða, ekki grafísk sýning á fósturdeyðingu, ræða sem vitnar um gæzku Guðs, fyrirgefningu og endurreist líf þeirra sem iðrazt hafa syndar sinnar, um leið og hún minnir á skyldu okkar og réttlætið sem boðorðin standa vörð um, hversu þung sem þau stundum virðast.

26.06.12 @ 22:00
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Jón.
Já, þetta er áhrifarík ræða og það eru aðrar ræður af sama toga sem sjá má inni á YouTube ef slegið er inn “Silent no more awareness campaign” í leitargluggann á YouTube. Þar má sjá auk ræðu Chucks sem vísað er á í pistlinum, ræður þeirra Kelly, Nicole, Kathleen, Jonathan, Pam og Julie Ann auk fleiri.

27.06.12 @ 06:47