« Fjöldi kaþólskra fer vaxandi í heiminum – nýjar tölur úr Árbók hins heilaga SætisHIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS – Um guðrækni hins Alhelga Hjarta, 15. maí 1956 (§ 121-127) »

13.02.07

  02:42:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 64 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Þjóðaratkvæðagreiðslan í Portúgal

Niðurstöðurnar urðu þær að einungis 26% kosningabærra manna guldu ríkisstjórnarfrumvarpinu atkvæði sitt í kosningunum – meiri stuðnings meðal þjóðarinnar nýtur frumvarpið ekki"

Roger Kiska, lögfræðilegur ráðunautur við Evrópumiðstöðina í lögum og réttlæti í Strassborg sagði að með þessu gengi Jose Socrates þvert gegn vilja meirihluta þjóðarinnar.

SJÁ

3 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér þetta, Jón Rafn, það er mjög fín umfjöllun um þetta á þessum tengli, sem þú gafst upp ("SJÁ"). Augljóst er, að Socrates þessi, sem stendur illa undir nafni, ætlar sér að þrengja þessum lögum upp á þjóðina í krafti fylgis sósíalista (flestra) og kommúnista í portúgalska þinginu. En 1. setningu þína myndi ég orð svona (þ.e. á réttari hátt): “Niðurstöðurnar urðu þær að einungis 26% kosningabærra manna guldu ríkisstjórnarfrumvarpinu atkvæði sitt í kosningunum – meiri stuðnings meðal þjóðarinnar nýtur frumvarpið ekki” (sbr. nánar í frétt LifeSite). (Ég get svo strokað út þessa setningu mína, ef þú lagar textann.)

13.02.07 @ 07:46
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Það vantar stafinn a í 1. orðið í yfirskrift pistilsins.

13.02.07 @ 07:48
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Já, þeir fylgja eftir stefnu Evrópubandlagsins sem miðast við að „drekkja“ viðkomandi þjóðum í eigin blóði!

Þrátt fyrir þetta er athyglisvert að portúgölsk stjórnskipun tryggir þegnunum meiri lýðræðisrétt en íslensku þjóðinni er boðið upp á, það er að segja að leggja mál sem snerta alla þjóðina í þjóðaratkvæði,

Hér er það örflokkur sem þrýstir hugðarefnum meðlima sinna í gegnum þingið án þess að þjóðinni sé gefið tækifæri til að taka afstöðu nema á 4 ára fresti í þingkosningum.

Spænskir vinir mínir segja mér að nú þrýsti EB með öllum tíltækum ráðum á Miðameríkuríkin til að innleiða óheftar fósturdeyðingar.

Hr. Halldór Blöndal, formaður utanríksmálanefndar, sá ástæðu til að „setja niður í“ forsetaembættið í sambandi við Indlandsmálið. Hins vegar sá hann enga ástæðu til að veita uppgjafarþingmanninun Sighvati Björginssyni sem er á „spenanum“ sem framkvæmdastjóri Þróunarhjáparinnar tiltal fyrir að lýsa því yfir að svipta bæri Nikaragúa þróunarhjálp vegna afstöðunnar til fósturdeyðinganna [á mót þeim]. Þannig virðist honum vera frjálst að móta utanríkisstefnu Íslendinga á eigin spýtur til samræmis við EB.

Hvað allt þetta mál í Portúgal áhrærir koma orð Píusar páfa XII upp í hugann úr Haurietis Aquas;

117. Og enn meira kemur til. Ef vér kennum til sárrar hryggðar sökum rótlausrar trúfestu gæskunnar í þeim sálum sem í tælingum blekkjandi langana eftir jarðneskum gæðum þegar eldur hins guðdómlega kærleika fer kulnandi og deyr smám saman út, því fremur er hjarta vort sárhryggt sökum vélabragða illra manna sem, líkti og Satan blási þeim slíku í brjóst, eru ákafari enn nokkru sinni fyrr í augljósu og sífelldu hatri sínu á Guði, kirkjunni og um fram allt honum sem á jörðu er fulltrúi Persónu hins guðdómlega Endurlausnara . . .“

Efst i huga mínum er þakklæti til Vorrar Frúar af Fatíma að hafa vakað yfir velferð Portúgals í þessu máli af árvekni.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig fréttamaðurinn frái hjá Ruv 1 snýr svo sannleikanum aftur við í þessu máli, ef hann felur það þá ekki þögninni á vald. Hvað áhrærir róttæka sósíalista og hatur þeirra á Guði og öllu sem Guðs er, nægir að horfa yfir landamærin til Spánar þar sem níðormur þeirra hefur nagað rætur aldagamallar kristinnar menningar og afnumið með lagaboðum MANNHELGI kristindómsins. Er við öðru að búast af hálfu þeirra sem hata Guð?

13.02.07 @ 09:43