« Ekki er allt sem sýnist – af fráfalli Vesturlanda frá GuðstrúRáðstefna um lausn frá samkynja kynlífsháttum »

10.02.07

  11:55:43, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 243 orð  
Flokkur: Fósturvernd

Þjóðaratkvæðagreiðsla um fósturdeyðingar í Portúgal

Ingimar Karl Helgason fréttamaður var með fréttaauka í hádegisfréttum Rúv í dag um hina boðuðu atkvæðagreiðslu um frumvarp um fósturdeyðingar, sem lögð verður fyrir allan almenning á morgun, á þeim Drottins degi. Í lengra máli verður fjallað um þetta efni í Laugardagsþættinum á Rás 1 (sem stendur yfir kl. 1.00–1.50). Ekki sýnist mér þó líklegt, að sú umfjöllun verði hlutlæg eða tillitssöm gagnvart kristinni afstöðu í málinu, því að sérstakur viðmælandi Ingimars Karls verður þar Mariana Mencherao [1], sem leggur áherzlu á, að kaþólska kirkjan sé klofin í þessu máli. Það gengur þvert á það, sem bezt verður vitað um afstöðu kirkjunnar til lífsverndar hinna ófæddu. [2]

Ekkert er um þetta mál á vefsetri Rúv, þegar þessi pistill er ritaður, en við ættum að fylgjast með Laugardagsþættinum, sem senn fer að hefjast. Má síðan búast við, að þessi stutta vefgrein verði aukin að þeirri hlustun lokinni.

[Viðauki 11. febr. 2007: Fréttaflutningur Rúv um afstöðu kaþólsku kirkjunnar er í miklu ósamræmi við fregn BBC af málinu, sjá athugasemd hér fyrir neðan.]

Um þetta mál hefur áður verið skrifað í grein minni hér: Portúgalska þingið ákveður þjóðaratkvæðagreiðslu um fósturdeyðingafrumvarp.
–––––––––––––––
[1] Nafnið skrifað "eftir heyrn".
[2] Sbr. athugasemd mína hér fyrir neðan (JVJ).

7 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Á þessari vefsíðu BBC (frétt í dag kl. 09:58 að brezkum tíma) segir m.a.:

But many people in the staunchly Catholic country want the crime on the statute books to stop abortion becoming routine.

The Catholic Church has gone further, saying that Catholics, who account for 90% of Portugal’s population, must oppose abortion.

“Whatever the motives that justify this dramatic act in the eyes of a woman, it is always the denial of a place in the world for a human life that was conceived,” Cardinal Jose da Cruz Policarpo, the Patriarch of Lisbon, has said.

Þetta er greinilega í megnasta ósamræmi við fréttaflutning Rúv í gær. Einnig segir strax í upphafi þessarar BBC-fréttar:

Opinion polls suggest a slim majority of people back a government proposal to give all women the right to an abortion up to the 10th week of pregnancy. – But many are expected to abstain, making the result difficult to predict.

Þetta lítur hreint ekki út eins og sá spádómur um 60% fylgi við lagabreytinguna, sem talað var um í Rúv í gær, jafnvel “tvo þriðju atkvæða,” eins og þar var líka sagt í þeim miðli.

11.02.07 @ 17:58
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ég heyrði þessa frétt í RÚV og hún kom mér verulega á óvart. Þetta er eitt af þeim málum sem eining hefur verið um í kirkjunni þó auðvitað sé hægt að finna undantekningar. Ég hef t.d. ekki fundið neinar heimildir á netinu um þennan meinta klofning kirkjunnar í Portúgal neins staðar. Skoðum t.d. þessar tvær fréttir: [Tengill] og [Tengill].

11.02.07 @ 20:01
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Eða þá þessa hér: [Tengill]

11.02.07 @ 20:04
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Það mætti ætla, að þessi frétt hafi átt að verða “til útflutnings” og til að gefa í skyn klofning í kaþólsku kirkjunni um þetta mál, sem þó enginn er. Það, sem veröldin vill ekki úr þeim boðskap Guðs orðs, sem smýgur eins og tvíeggja sverð inn í innstu fylgsni sálar okkar, það reynir hún að gera sér léttbærara með því að láta sem minnst á því bera eða þyrla upp moldviðri til að fela fyrir sér sannleikann hreinan og tæran. En takk fyrir tenglana, Ragnar.

11.02.07 @ 22:43
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Hér er ný Yahoo-frétt um málið (klukkustundar-gömul). Tæplega 60% sögðu já við nýrri löggjöf, rúmlega 40% nei, en kosningarnar eru ekki bindandi, þar sem aðeins 44% kosningabærra manna kusu, en þurfa að ná 50% til þess að gera kosninguna bindandi. Forsætisráðherrann Socrates (hvílíkt nafn) ætlar þó að framfylgja frumvarpinu í þjóðþinginu og lætur sem hann hafi fengið siðferðislegan stuðning þjóðarinnar við það. Svona eru nú Vesturlönd á sinni hægu niðurleið.

11.02.07 @ 22:57
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Hér hefur tímaröð athugasemda ruglazt af e-m ástæðum.

12.02.07 @ 12:04
Athugasemd from: Haukur Viðar Alfreðsson
Haukur Viðar Alfreðsson

[…]
Innlegg fjarlægt. RGB.

13.02.07 @ 21:27
Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution