« Tvær undurfagrar Maríubænir

23.01.06

  22:24:40, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 670 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Hin Heilaga arfleifð

+Jesús, María.

Bréf til eins hinna trúföstu Krists meðal Hvítasunnumanna.

Jón Valur las upp fyrir mig bréf það sem þú sendir Jóhönnu Sigurðardóttir, alþingismanni, um inntak og eðli kærleikans eða Kristselskunnar í gegnum síma. Eins og talað úr mínu eigin hjarta!

Hin heilaga arfleifð vegur þungt í guðfræði rómversk kaþólsku sem Rétttrúnaðarkirkjunnar. Skilningskortur og afneitun mótmælenda á hinni heilögu arfleifð setur til að mynda mark sitt á alla umræðu manna um samkynhneigð á Íslandi í dag. Það er ekki einungis að Drottinn Guð boði heilagleikalög sín í Ritningunum þegar í Gamla testamentinu: „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð“ (3 M 18. 22), sem hl. Páll endurtekur í skrifum sínum, til að mynda í Rómverjabréfinu: „Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars“ (Rm 1. 26. 27). Hin heilaga arfleifð endurtekur þetta með ljósum hætti í Tólfpostulakenningunni (Didache), elsta varðveitta trúfræðslukveri fornkirkjunnar (um 120). Þar má lesa: „Vegirnir eru tveir. Annar er Vegur lífsins, hinn Vegur dauðans. Þeir eiga ekkert sameiginlegt“ (1, 1). Við sjáum berlega af hversu mikilli trúfesti fornkirkjan stóð vörð um boðorð Krists: „Þú skalt ekki fremja morð, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki iðka kynvillu [saurga drengi], ekki iðka saurlifnað, rán, töfrabrögð, svartagaldur og þú skalt ekki myrða ungabörn með fóstureyðingu eða eftir fæðingu þeirra“ (2, 2).

Og í bréfi Diognetesar (um 200) XI lesum við: „Ég leitast við að miðla arfleifðinni réttri til þeirra sem vilja verða lærisveinar sannleikans. Hver er það sem vill ekki sem skjótast læra allt það sem Orð Guðs kenndi lærisveinum sínum? Með því að opinbera sig leiddi Orðið lærisveinum sínum sannleikann fyrir sjónir sem þeir báru ekki skyn á sem trúðu ekki á hann. Hann greindi lærisveinum sínum frá öllu. Hann leit á þá sem hina trúföstu og þeir meðtóku leyndardóma Föðurins af vörum hans.“

Og orð Supitiusar Severusar frá Aquitania (363-420) berast okkur enn yfir aldanna djúp: „Varðveittu inntak kaþólskrar trúar hreint og ómengað. Því sem þér hefur verið treyst fyrir, megi þér auðnast að fela það öðrum í hendur. Þú hefur þegið gull, gefðu gull að nýju . . . Ó Tímoþesus! Ó prestur! Uppfræðari! Doktor! Ef hinar guðdómlegu náðargjafir hafa gætt þig visku, þekkingu eða lærdómi, vertu þá nýr Besalel hinnar andlegu tjaldbúðar ( sjá 2 M. 35. 30). Skrýddu dýrmæta eðalsteina guðdómlegra kenninga letri, komdu þeim fyrir af hagleik, slípaðu þá af leikni og gæddu þá hátign, náð og fegurð (Hin helga saga, XXII).

Allt líf kirkjunnar hvílir á hlýðni gagnvart hinni heilögu arfleifð. Við fáum einungis skilið Lífið og helgunina í Kristi í ljósi hinnar heilögu arfleifðar og Ritningarinnar.

Eða með orðum Sophronij arkimandríta: „Þar sem hin heilaga arfleifð felst í eðli sínu í eilífri og óaflátanlegri nærveru Heilags Anda í kirkjunni er hún jafnframt tilvistarfræðilegur grundvöllur hennar. Þannig umvefur hin heilaga arfleifð allt líf kirkjunnar og það í svo ríkum mæli, að Ritningarnar sjálfar eru eitt tjáningarforma hennar. Þetta hefur í för með sér að ef kirkjan væri svipt arfleifð sinni yrði hún ekki söm og áður vegna þess að boðskapur Nýja testamentisins er orð Andans „ekki skrifað með bleki, heldur með Anda lifandi Guðs, ekki á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld úr holdi“ (2 Kor 3. 3-6).

Í dag er ég glaður þar sem Heilagur Andi hefur skrifað orð hinnar heilögu arfleifðar sinnar á hjartaspjöld Hvítasunnumanna á Íslandi. Áfram Kristsmenn, krossmenn!

No feedback yet