« Bjartsýni eða svartsýni?Bæn fyrir Benedikt XVI. páfa »

18.05.05

  23:01:31, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 350 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Tíu ástæður fyrir því að ég fer aldrei í kirkju :-)

Fólk ber við mörgum mismunandi ástæðum fyrir því að fara ekki í kirkju. Ástæður þessar eru oftast mjög skynsamlegar og góðar eða er það?

Tíu ástæður fyrir því að ég fer aldrei í kirkju
og tíu ástæður fyrir því að ég þvæ mér aldrei.

(1) Ég var neydd/ur til þess að fara í kirkju sem barn.
(1) Ég var neydd/ur til þess að þvo mér sem barn.

(2) Fólk sem fer í kirkju er hræsnarar sem heldur að það sé betra en annað fólk.
(2) Fólk sem þvær sér er hræsnarar sem heldur að það sé hreinna en annað fólk.

(3) Það eru svo margar mismunandi kirkjur að ég get ekki ákveðið hvaða kirkja er best.
(3) Það eru svo margar mismunandi sáputegundir að ég get ekki ákveðið hvaða sáputegund er best.

(4) Ég var vön/vanur að fara í kirkju en fór að leiðast það og hætti því.
(4) Ég var vön/vanur að þvo mér en fór að leiðast það og hætti því.

(5) Ég fer aðeins í kirkju á hátíðum eins og til dæmis á jólum og páskum.
(5) Ég þvæ mér aðeins á hátíðum eins og til dæmis á jólum og páskum.

(6) Enginn vina minna fer í kirkju.
(6) Enginn vina minna þvær sér.

(7) Ég ætla að byrja á því að fara í kirkju þegar ég eldist.
(7) Ég ætla að byrja á því að þvo mér þegar ég eldist.

(8) Ég hef aldrei tíma til þess að fara í kirkju.
(8) Ég hef aldrei tíma til þess að þvo mér.

(9) Það er aldrei nógu hlýtt í kirkjunni á veturna og aldrei nógu svalt í henni á sumrin.
(9) Það er aldrei nógu hlýtt í baðherberginu á veturna og aldrei nógu svalt þar á sumrin.

(10) Fólk sem hvetur til trúar er bara að hugsa um að ná peningum af manni.
(10) Fólk sem hvetur til sápunotkunar er bara að hugsa um að ná peningum af manni.

No feedback yet