« Tíu ástæður fyrir því að ég fer aldrei í kirkju :-)HABEMUS PAPAM! »

21.04.05

  21:24:07, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 78 orð  
Flokkur: Bænir

Bæn fyrir Benedikt XVI. páfa

Guð, hirðir og stjórnandi allra trúaðra.
Lít náðarsamlega á þjón þinn Benedikt
sem þú hefur sett sem hirði og leiðtoga kirkju þinnar.
Vér biðjum þig: Veit honum að fyrir orð hans og eftirdæmi
efli hann velferð allra þeirra sem hann er leiðtogi fyrir,
svo að hann komist til eilífs lífs
ásamt þeirri hjörð sem honum er trúað fyrir.
Fyrir Krist, Drottin vorn. Amen.

No feedback yet