« Meistari Eckhart – Um eilífan getnað Orðsins í skauti hinnar blessuðu Meyjar í Heilögum AndaMaría Guðsmóðir – Lifandi sáttmálsörk hins Nýja sáttmála »

01.05.08

  00:39:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 196 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hl. Gregoríos frá Nyssa – um þá hinna kristnu sem bregðast kærleiksinntaki skírnarnáðarinnar og ákalli Heilags Anda

„Ef líkaminn stígur niður í skírnarlaugina, án þess að sálin hreinsist af saurleika ástríðnanna . . . birtist náð Heilags Anda alls ekki í kjölfar þeirrar athafnar sem höfð hefur verið frammi“ (Patrologia Greaca, Cat., XL. 4).

„Hérna er á ferðinni hneyksli sem sá sem meðtekur skírnina gerir sig sekan um með því að ástunda sama líferni og áður“ (Patrologia Greaca, Cat., XL. 5).

„Sá sem heldur áfram gripdeildum og óréttlæti eftir að hafa meðtekið skírnarnáðina og telur að sér hafi áskotnast eitthvað með þessu eiðrofi sínu, getur sá hinn sami staðið eitt augnablik í þeirri trú, að hann hafi verið skírður til þeirrar blessunar sem hann hrifsaði til sín með ránshendi og sé þar með leystur undan þrældómsoki syndarinnar“ (Patrologia Greaca, XLIV. 364 D).

Höfum í huga að í fornkirkjunni var trúnemunum gert að verja heilli viku – hvítuvikunni – til að íhuga náð skírnarinnar að skírninni lokinni. Enn í dag er hinum trúuðu gert að endurtaka og staðfesta skírnareið sinn í dymbilvikunni árlega í kaþólsku kirkjunum með því að afneita valdi Satans.

No feedback yet