« Örfá orð um „Vinaleið“„Ljósið kemur langt og mjótt“ - Fyrirlestur í Landakoti »

31.10.06

  19:26:59, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 175 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar gengur í hjónaband í Páfagarði

Næsta laugardag mun Nicholas Windsor lávarður, sonur hertogahjónanna af Kent ganga í hjónaband í Páfagarði. Windsor lávarður sem er einna minnst þekkti meðlimur konungsfjölskyldunnar mun kvænast króatískri hefðarkonu fæddri í Bretlandi: Donna Paola Doimi de Frankopan. Lávarðurinn verður fyrsti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem gengur í hjónaband í Páfagarði. Hann er líka fyrstur meðlima konungsfjölskyldunnar að giftast í rómversk-kaþólskum sið frá siðaskiptum.

Hann gekk í kaþólsku kirkjuna 2001 og við það afsalaði hann sér öllu tilkalli til krúnunnar vegna illræmdra laga frá 1701 sem banna kaþólskum að vera þjóðhöfðingjar Bretlands. Síðan hann gekk í kirkjuna hefur hann tekið þátt í starfi hennar. Móðir hans, hertogaynjan af Kent gerðist kaþólsk 1994. Búist er við að faðir hans, hertoginn af Kent sem er stórmeistari frímúrara á Englandi muni vera viðstaddur brúðkaupið.

RGB. Independent Catholic News. http://www.indcatholicnews.com/royavat217.html

No feedback yet