« Theodokos helgistaðurinn í Perrelos CarcarAndi sannleikans mun leiða yður »

03.07.06

  07:35:26, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 145 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Dauðarefsingu hafnað á Filippseyjum

Filippseyska þingið hefur hafnað dauðarefsingu og Arroyo forseti undirritaði lög þess efnis 25. júní sl. Í tilefni þess var haldin kaþólsk hátíðarmessa. Meðal þátttakenda voru þingmenn sem unnið höfðu gegn dauðarefsingunni. Biskupinn í Pasig leiddi messuna og sagði m.a.: „Þjóðin er að færa sig frá réttlæti sem drepur yfir í réttlæti sem græðir. Aðeins Guð hefur réttinn til að taka líf.“ Biskupinn minnti einnig á ástandið í fangelsum landsins.

Um 1200 manns biðu fullnustu dauðarefsingar í landinu, þar á meðal 11 hryðjuverkamenn sem tengdust al-Quaeda. Dómum þeirra var breytt í lífstíðardóma. Nokkrar aftökur fóru fram á Filippseyjum á árunum 1999-2000 en þeim var frestað vegna þrýstings frá kaþólsku kirkjunni og Evrópusambandinu.

RGB/Heimild: Ensk vefútgáfa Asianews.it. http://www.asianews.it

No feedback yet