« “Ég hef mína barnatrú!” | Biðjið eins og allt sé háð Guði en starfið eins og allt sé háð ykkur » |
Við erum hér á jörðunni til þess að þekkja Guð, elska hann og þjóna honum, þ.e.a.s. að við erum hér á jörðunni til þess að gera Guðs heilagan vilja; og komast á þann hátt til himnaríkis.
Einasta markmið okkar er: Að komast til himnaríkis, til Guðs, Föður vors.
Það var einmitt það, sem Frelsari okkar átti við, þegar hann sagði við Mörtu: "Eitt er nauðsynlegt" (Lúk. 10,42), og þegar hann sagði við lærisveina sína: "Því að hvað mun það stoða manninn, þótt hann vinni allan heiminn, en bíði tjón á sál sinni " (Matt. 16,26).
Vegurinn að þessu markmiði er að gera Guðs vilja.
[…]
Aths. frá vefstjóra: Lex þér er vinsamlegast bent á að skv. reglum vefritsins þarf að gefa upp fullt nafn til að leggja inn athugasemdir. Því var athugasemd þín fjarlægð.