« Biðjið eins og allt sé háð Guði en starfið eins og allt sé háð ykkurVið þörfnumst Jesú »

23.04.06

  22:08:37, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 74 orð  
Flokkur: Bænir

TIL HEILAGS JÓSEFS

Heilagur Jósef,
bið þú með oss fyrir söfnuði vorum,
að Guð gefi oss lifandi og sterka trú;
að vér störfum og stöndum saman í kærleika;
að allir þeir, sem tilheyra söfnuði vorum fyllist áhuga
og vilja til að sækja heilaga messu
og taka þátt í safnaðarlífinu,
svo að vér megum bera fagnaðarboðskap Krists verðugt vitni
í orðum og gerðum. Amen.

No feedback yet