« Móðgandi myndatexti um Píus páfa XII á ísraelsku safni | „Þessi kærleikur er sterkari en dauði“ » |
8.04.2007. (AsiaNews.it) - Benedikt páfi XVI flutti boðskap sinn 'Urbi et orbi' eða 'til borgarinnar og heimsins' í dag á Péturstorginu í viðurvist meira en 100 þúsunda. 'Til borgarinnar' vísar til þess að hann er biskup Rómaborgar og því andlegur leiðtogi hennar og 'til heimsins' vísar til hirðisstarfs hans sem páfa og leiðtoga kaþólsku kirkjunnar. „Mannkynið verður að finna á nýjan leik hið sanna andlit Guðs“ sagði páfi m.a. í ávarpi sínu. Að lokum flutti hann kveðju á 62 tungumálum. [1]