« Í fjötrum fortíðar | Dauðarefsingu hafnað á Filippseyjum » |
Á síðari hluta síðustu aldar, líklega í byrjun 9. áratugarins gerðist sá atburður í Perrelos barangay í Carcar [1] á Cebu eyju í Filippseyjum að maður nokkur, líklega bóndi kvaðst hafa séð fyrirbæri á sól og Guðsmóðurina. Engar heimildir hef ég um afstöðu kirkjunnar til yfirlýsinga bóndans en heimild hef ég fyrir því að pílagrímsferðir eru farnar til staðarins þar sem sýnin á að hafa sést.
Sumir pílagrímanna segjast sjá fyrirbæri á sól eða eins og mynd konu. Ég fór þangað í júlí 2004 en sá ekkert óvenjulegt. Aftur á sá ég að búið að gera vel við staðinn. Þar var aðstaða til að taka á móti ferðafólki, stór stytta af Guðsmóðurinni í Fatíma og fallegt málverk (Theodokos) prýddu staðinn. Dálítið erfitt var að finna hann en eftir nokkra leit fannst skilti sem á stóð 'Theodokos Shrine' og þar var ekið eins og upp á dálitla hæð. Þarna voru örfáar manneskjur. Hægt var að ganga um og skoða stytturnar og ég tók myndir. Greinilegt var að umgjörðin var helgistaðar en ekki ferðamannastaðar. Perrelos Carcar er í um 50 metra hæð yfir sjávarmáli og staðsetning hans er 10°06'21,5" norðlægrar breiddar og 123°38'26,2" austlægrar lengdar.
Málverk af Guðsmóðurinni 'Theodokos' í Perrelos Carcar á eyjunni Cebu í Filippseyjum. Ljósm. RGB.
[1] Upplýsingar um Perrelos Carcar: [Tengill]