« Þeir lærðu þessa lexíuPáskar í öðrum löndum »

10.03.08

  15:41:09, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 127 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Þetta er storkur!

Til er saga um heimsókn manns til vinar síns.

Vinur hans átti óvenjulega stóran uppstoppaðan fugl inni í stofu hjá sér.

Maðurinn var yfir sig hrifinn af fuglinum og skoðaði hann í langan tíma.

Að lokum spurði hann vin sinn hverskonar fugl þetta væri.

"Þetta," svaraði vinur hans, "er storkur."

"Hah," svaraði maðurinn, "þetta er ekki mín hugmynd um stork."

"Svaraði vinur hans þá; "En það lítur út fyrir að þetta sé hugmynd Guðs um hann."

Svo að við höfum okkar hugmyndir um hluti og Guð hefur sínar.
Við heyrum marga segja; "Ég hef mína trú,"
og við verðum að svara til baka; "Já og Guð sína."

No feedback yet