« Verið ávallt glaðir í Drottni!Saga um þrjá lærlinga djöfulsins »

27.03.06

  20:26:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 143 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Þessi kolamoli fór að kulna

Fyrir nokkrum árum ákvað maður að hann ætlaði ekki framar að fara í messu á sunnudögum. Sú ástæða, sem hann gaf var að hann gæti alveg eins beðist fyrir heima.

En nokkrum vikum seinna, kom sóknarprestur hans í heimsókn á heimili hans. Þeir sátu í setustofunni, þar sem brann eldur á arni. Þeir töluðu um ýmis mál en alls ekki um mikilvægi þess að fara í messu á sunnudögum.

Eftir nokkra stund tók presturinn kolatöngina og tók brennandi kolamola út úr eldinum og setti hann til hliðar. Þessi kolamoli hætti fljótlega að brenna og fór að kulna. En hin kolin héldu áfram að brenna í ljósum logum.

Presturinn sagði ekkert en það gerði maðurinn: "Ég ætla að koma til messu næsta sunnudag", sagði hann.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Dyggðug sál sem er ein á báti án læriföður er eins og kolamoli sem brennur einn og sér. Hann kólnar fremur en að hitna. – Jóhannes af Krossi, Orð ljóss og elsku, 7.

28.03.06 @ 06:37