« Abba Ísak og FaðirvoriðTók Ísland að byggjast í upphafi fimmtu aldar? »

07.03.06

  05:59:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 300 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Þess biðjum vér í þvísa lífi

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 7. janúar er úr Matteusarguðspjalli 6. 7-15

Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja. að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína. Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann. En þannig skuluð þér biðja:

Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen.

Ef þér fyrirgefið mönnunum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

Þess biðjum vér í þvísa lífi
Nú minni eg yður, synir mínir, minni ég yður, bræður mínir, að þá er nekkver hefir misgjört við yður, og kemur hann og gengur í gegn og biður miskunnar, þá fyrirgefið ér honum af öllum hug, að eigi heftið ér miskunn þá, er Guð hefir yður hugða. Því að eigi mun hann fyrirgefa yður syndir yðar, nema þér fyrirgefið, er við yður misgerir. Þess biðjum vér í þvísa lífi, því að hér þarf, að syndir séu fyrirgefnar, er þær eru gjörvar. En í öðrum heimi eru þær af því fyrirgefnar, að þær eru eigi þar gjörvar. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 47.

No feedback yet