« Pakistönsk börn biðja rósakransinn - heimsátak fyrir friðiFræðslufundir um kaþólska trú í Landakoti »

17.10.09

  21:05:17, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 200 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir úr heimi kirkjunnar

Þekktur vísindamaður ver páfa

Þekktur vísindamaður á sviði eyðnirannsókna Edward C. Green frá Bandaríkjunum tók í mars sl. upp hanskann fyrir Benedikt XVI páfa eftir að hann hafði hvatt til ábyrgðarfullrar breytni í baráttunni við eyðni í Afríku.

Ef grein vísindamannsins er lesin sést að ástæða þess að verjur duga ekki til að hefta útbreiðslu eyðni í Afríku er sú að margt fólk hefur fleiri en einn rekkjunaut á sama tímabili. Helstu ráðin til að hefta útbreiðslu eyðni í Afríku að mati Green eru trúfesta í samböndum og að fólk takmarki fjölda rekkjunauta. Þessi ráð hafa dugað vel í Úganda og nýlega hafa Botswana og Swaziland tekið upp þessa stefnu.

Í viðtali við BBC sagði Green að þó að ekki væri sýnt fram á orsakasamband milli verjunotkunar og aukningar í fjölda HIV smita þá væru vísbendingar um að tengsl væru á milli hvatningar til verjunotkunar og áhættusamari kynhegðunar. Sjá grein Wikipediu um Edward C Green og grein í JAIDS sem vísað er á hér fyrir neðan.

[1] Grein Edward C. Green í The Washington Post: The Pope May Be Right.

[2] Grein Wikipediu um Edward C. Green.

[3] Grein í JAIDS, sem Edward C. Green byggir á.

Byggt á Kaþ. Kirkjubl. nr. 10-11, 2009, bls. 10. Wikipediu og JAIDS greininni.

6 athugasemdir

Athugasemd from: Hreggviður Jónsson  
Hreggviður Jónsson

Það er merkilegt, þegar málflutningur þeirra sem vilja og telja smokka aðallausnina er athugaður, yrðu það ótrúleg útgjöld. Ef láta ætti alla karlmenn í Afiríku fá einn smokk frítt væri það 500.000 stykki. Svo gætu menn reynt, að geta sér til um hvort öll framlög til hjálpar Afiríkubúum nægðu? Eins og allir vita verndar hreinlífi best fólk fyrir eyðni og öðrum kynferðissjúkdómum. Það er ábyrgðarlaust, að hvetja til stóðlífs og illra siðra, eins og margir formælendur smokka eru að hvetja til. Konur á ekki að misnota, eins og þessir menn telja að eigi að gera. Frjálsarástir eru bara slagorð siðlausra karla og kvenna.

19.10.09 @ 18:10
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Hreggviður.

Vandamálið hérna virðist vera það að fólk kýs að horfa ekki á staðreyndir heldur beygja sig fyrir hinum pólitíska rétttrúnaði sem er sá að hvetja beri til verjunotkunar, jafnvel þó vísbendingar um að ávinningurinn sem fæst með vörnunum sé upphafinn vegna þess að fleiri leggja stund á ótímabært kynlíf.

Ráðgefandi aðilar um kynlíf og barneignir ættu líka að hafna því að þiggja styrki frá lyfja- og verjuframleiðendum ef þeir vilja halda tiltrú almennings á að ráðgjöf þeirra sé óháð. Hugsanlega þarf slík ráðgjöf að vera háð strangari skilyrðum af hálfu hins opinbera en þeim sem gilda núna.


21.10.09 @ 19:48
Athugasemd from: Gunnar Ingibergsson
Gunnar Ingibergsson

Það er sem ég er ekki kaþólikki né trúaður ( en með fullri virðingu fyrir ykkar trú) að þá tel ég þess óþarft að gifta sig til að stunda kynlíf.En ég er hlynntur sambandstryggð (hjúskapartryggð) og að fólk sýni aðgát í kynlífi þegar fólk er í sambandi eða ekki. En hvað varðar Afríku og eyðni vandann þar að þá má ekki gleyma að það eru fleiri þættir sem spilla inn í en bara smokkar sem vörn við þessum vanda. Má nefna kvenréttindi eru að skornum skammti. Fjölkvæni tíðkast í löndum. Menntun og læsi íbúa er ábótavant og margt fleira. Þannig að smokkarnir einir leysa þetta ekki heldur þarf margt fleira til.

22.10.09 @ 12:58
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Ekki veit ég, Ragnar, hvort þú átt hér við Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir (sem ég hef skammstafað FUKOB), enda hef ég ekki kannað vef þeirra nógu vel til að ganga fyllilega úr skugga um, hvort þau fá styrki frá lyfjarisunum. Það er þó mjög líklegt um “móðursamtök” þeirra, International Planned Parenthood.

Margvísleg tengsl eru milli IPPF og FUKOB, enda er FUKOB í raun deild í IPPF, rétt eins og Kommúnistaflokkur Íslands var deild í Komintern, alþjóðasambandi kommúnista. Þessi tengsl staðfestast af því, að tilvísanir FUKOB á heimildir eru fyrst og fremst á vefsíður IPPF. Einnig á þessari síðu sjást skipulagstengsl samtakanna: þar er sagt frá því, að Guðrún Ögmundsdóttir, formaður FUKOB/FKB, sæki ásamt Júlíusi Kristjánssyni aðalfund IPPF “fyrir hönd FKB að þessu sinni. Fundurinn er haldinn í Madrid 11.-14. júní", þ.e. á þessu ári.

Sennilega áttu við Ástráð, samtök nokkurra læknanema, sem eru mjög á sömu línu og FUKOB í róttækri lausungarhyggju-(líberalisma-)afstöðu sinni í kynlífsmálum. Þau samtök hafa þegið styrki frá mörgum lyfjafyrirtækjum, eins og viki hefur verið að hér áður á vefsetrinu.

Með góðri kveðju.

22.10.09 @ 17:00
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitin.

Mér finnst ekki skipta höfuðmáli að benda á einhverja ákveðna aðila. Aðal málið að mínum dómi er að almennt talað þá ættu þeir sem veita ráðgjöf að kappkosta að geta sýnt fram á að vera óháðir hagsmunaaðilum á þeim vettvangi sem ráðgjöfin er gefin vilji þeir halda trúverðugleika sínum.

Hugsanlega þarf ríkisvaldið að láta meira til sín taka hvað varðar eftirlit með þeim sem sjá um að veita almenningi heilbrigðisráðgjöf til að tryggja sjálfstæði ráðgjafa frá hagsmunaaðilum.

22.10.09 @ 18:14
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Alveg sammála þessu, Ragnar!

22.10.09 @ 20:58