« SMURNING SJÚKRA EÐA SAKRAMENTI SJÚKRAÞetta er storkur! »

11.03.08

  22:01:55, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 146 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Þeir lærðu þessa lexíu

Einu sinni voru líkamshlutarnir mjög gramir út í magann. Þeim gramdist að þeir urðu að finna og undirbúa matinn og síðan færa maganum hann. Á meðan gerði maginn sjálfur ekkert nema að háma í sig matinn.

Svo að þeir ákváðu að þeir skyldu ekki framar færa maganum mat. Hendurnar ætluðu ekki að lyfta matnum upp að munninum. Tennurnar ætluðu ekki að tyggja matinn og hálsinn ætlaði ekki að kyngja honum. Þeir ætluðu að neyða magann til þess að gera eitthvað.

En allt sem þeir komu til leiðar var að gera líkamann svo veikan og máttvana að dauðinn ógnaði þeim öllum.

Svo að lokum lærðu þeir þessa lexíu: Með því að hjálpa hver öðrum voru þeir sannarlega að vinna að sinni eigin velferð.

No feedback yet