« Kaþólsk kapella vígð á Höfn í Hornafirði | 57% Íslendinga telja sig trúaða, 17% fækkun síðan 2005 » |
Þátturinn "Bankað upp á" á RÚV Rás 1 á þriðjudaginn var, 21. ágúst sl. var að þessu sinni helgaður heimsókn í Karmelklaustrið í Hafnarfirði. Í pistli sem ber heitið Köllunin er forsendan segir svo á vef RÚV:
Köllunin er forsenda þess að ganga í klaustur og hana eiga Karmelsystur sameiginlega. Þær biðja fyrir fólki og margir hafa samband við þær og biðja systurnar um að biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að binda. Í þættinum Bankað upp á heimsækir Erla Tryggvadóttir [..] vinnustaði af ýmsum stærðum og gerðum.
Þar kemur einnig fram að þátturinn verður endurfluttur á mánudaginn kemur. Upptöku af þættinum má finna á eftirfarandi vefslóð:
Gott hjá þér, Ragnar, að vekja athygli á þessum góða útvarpsþætti. Ég fylgdi fordæmi þínu og gerði það sama á mínu Moggabloggi, hér: Karmelklaustrið í Hafnarfirði: staður helgunar, helgiþjónustu og fyrirbæna - athyglisverður viðtalsþáttur.